tónlistarstefna From Wikipedia, the free encyclopedia
Kántrítónlist, sveitatónlist e. sveitahljómur (tekið úr enska heitinu Country music) er tónlistastefna sem á uppruna að rekja til suðurríkja Bandaríkjanna. Tónlistarstefnan braust fram á sjónarsviðið á 2. áratug 20. aldarinnar og talin vera skyld þjóðlaga-, gospel-, og keltneskritónlist ásamt áhrifum frá ýmsum öðrum stefnum. Kántrítónlist samanstendur mest af ballöðum og danslögum en einnig er að finna öðruvísi lög, við flutning laga eru mest notuð strengjahljóðfæri s.s. banjó, ýmsir gítarar og fiðlur ásamt harmonikkum og jafnvel trommum.
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Kántrítónlistin e. sveitahljómurinn er eins og nafnið gefur til kynna upprunin í sveitum suðurríkja Bandaríkjanna og var nokkurs konar svar alþýðunnar við breytingum sem lágu í loftinu á þessum tíma s.s. innan- og utanríkisdeilur og efnahagsbreytingar svo það má segja að kántrítónlist hafi verið nokkurs konar svar alþýðunnar, fólksins á landsbyggðinni við þeim mikla asa í stórborgum landsins.
Hugtakið kántrítónlist kemur upp á 5. áratug 20. aldar eða töluvert á eftir tónlistastefnunni sjálfri, fyrir þann tíma hafð stefan verið kölluð sveitadurgahljómur (e. hillybilly music). Uppúr 1940 fór mönnum að finnast sveitadurgahljómur niðrandi og ekki lýsa þessari tónlistastefnu nægilega vel. Kántrítónlist, sem byrjaði rólega á meðal alþýðunnar á landsbyggðinni í Suðurríkjum Bandaríkjanna, er núna orðið ein af vinsælustu tónlistastefnum í Bandaríkjunum.
Kántrítónlist e. sveitahljómur er saman sett úr mörgum ólíkum þáttum, þá ber fyrst að nefna hljóðfærin en þau koma frá innflytjendum annarra landa og þannig inní Bandaríkin. Fiðlan er talin koma með Írum, mandólínið frá Ítölum, gítarinn með Spánverjum og banjóið með Vestur-Afríkubúum. Við samblöndun þessara hljóðfæra og ólíkra tónlistastefna var skref tekið sem hefði þó líklega ekki gengið nema út af þessum kjöraðstæðum sem voru til staðar fyrir alþýðutónlist sem þessa. En um þetta leyti fengu konur kosningarétt í Bandaríkjunum, borgarastríð var í Kína, kreppa í Bandaríkjunum og glæpagengi gengu laus.
Í kántrítónlist e. sveitahljóm er oftast notast við gítar, bassa og bassagítar en oft koma fleiri hljóðfæri að tónlistarsköpuninni. Þá ber helst að nefna rafmagnsgítar, mandólin, banjó, fiðlu, píanó, trommur og harmonikka. Kántríhljómurinn er sérstakur að mörgu leyti en hann getur verið nokkuð æstur eða nokkurs konar danstónlist en hann getur einnig verið rólegur, það fer allt eftir því efni sem kántrítónlistamaðurinn reynir að túlka hverju sinni.
Í seinni tíð hefur kántrítónlist verið skipt upp í marga undirflokka og má þar nefna Bakersfield sound(e. Bakaratúns hljómur), honkítonk, Nashville sound, Texas country og Outlaw country og þó flestir þessara undirflokka líti svipað út fyrir meðalmanninn er ákveðinn munur á þeim. Kántrítónlist stækkaði hratt og sérstaklega eftir 5. og 6. áratug 20. aldarinnar og í raun svo hratt að menn tóku upp á því að skipta kántrístefnunni sjálfri niður og þess vegna má heyra nöfn eins og alternative country, country rock, rockabilly, country pop og jafnvel country soul.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.