From Wikipedia, the free encyclopedia
La boîte noire (íslenska: Svarti kassinn) er 31. Svals og Vals-bókin og sú önnur eftir Nic og Cauvin. Hún kom út á frönsku árið 1983 en hefur enn ekki verið gefin út á íslensku.
Sagan hefst í beinu framhaldi af La ceinture du grand froid. Glæpamennirnir úr fyrri bókinni rekast á Sval fyrir tilviljun og uppgötva þá að félagarnir eru enn á lífi. Á sama tíma rannsakar Valur Svarta kassann sem vinir þeirra vísindamennirnir skildu eftir á Jörðinni. Hann reynist innihalda míkrófilmur með ótal uppfinningum sem nota mætti til góðs eða ills. Valur útbýr fljúgandi farartæki og fjarskiptabúnað sem gerir þeim unnt að ræða við vísindamennina sem hafa tekið sér bólfestu á fjarlægri plánetu.
Glæpamennirnir ræna Val og fá Svarta kassann í lausnargjald. Þeir geyma hann í herstöð í Sahara-eyðimörkinni. Svalur og Valur fljúga þangað í loftfarinu og ná með klækjum og snarræði að endurheimta kassann. Glæpagengið telur ranglega að Svalur og Valur hafi farist í eftirförinni og Svarti kassinn eyðilagst.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.