From Wikipedia, the free encyclopedia
Lífmassi er í grunninn lífrænt efni sem gengur af í líffræðilegum ferlum og gefur möguleika á vinnslu endurnýjanlegrar orku.[1] „Þegar rætt er um lífmassa sem orkulind er yfirleitt átt við afurðir eða aukaafurðir úr skógrækt og landbúnaði, en etanól, metan og lífdísill eru helstu lífmassa-orkumiðlarnir. Því kemur ekki á óvart að þau lönd sem komin eru einna lengst í þróun á lífmassa sem eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis eru Brasilía, þar sem sykurreyr er hráefnið, og Svíþjóð og Finnland, þar sem skóglendi er mikið, þó fleiri lönd standi einnig framarlega í þessum efnum.“[2][3]
„Lífmassi er meðal þeirra orkugjafa sem munu koma í stað jarðefnaeldsneytis til að draga úr aukningu gróður- húsaáhrifa. Með því að vinna gas úr sorpi og búfjáráburði er einnig dregið úr losun metans, sem er mjög virk gróðurhúsalofttegund, og afgangar úr grisjun skóga og timburvinnslu eru mikilvægt hráefni. Úrgangur, sem til fellur, dugir þó skammt. Hér á landi kemur til greina að hirða lífmassa af túnum eða rækta tún sérstaklega með tegundum eins og strandreyr, og bygg og alaskalúpína koma til greina. Víði ætti að mega rækta með góðum árangri. Minni líkur eru á að rækta megi olíujurtir til að fá dísileldsneyti.“[4] Orkan sem fæst úr lífmassa er ekki jafn þétt og sú úr jarðefnaeldsneyti og því þarf aukna tækni til þess að lífmassaorka sé samkeppnisfær. Því er ljóst að landbúnaðurinn og iðnaður þarf meiri gróður og hagkvæmari vinnslu til þess að unnt sé að auka notkun lífmassa. Mögulegar afurðir úr lífmassa er eldsneyti í vökva- og gasformi auk fleiri gagnlegra efnasambanda sem nú eru framleidd úr jarðefnum.[5]
Árið 1997 var Íslenska lífmassafélagið stofnað með það fyrir augum að styðja verkefni um etanól framleiðslu sem og annarra efna með nýtingu jarðgufu. Í grunninn var hugmyndin að nýta háhitasvæðin og lífmassa. Meginhráefnin áttu að vera úrgangspappír, alaskalúpína, bygg, hey og mysa og afurðirnar m.a. etanól. „Gróft séð virðist vera möguleikar á framleiðslu allt að 50.000 tonnum af etanóli úr innlendum gerjunarmassa og hugsanlega um 700.000 tonn með fáanlegri jarðgufu. Þar með er ekki sagt að þessar leiðir væru þær hagkvæmustu í úrvinnslu lífmassa á Íslandi. Hugsanlegt er að etanólið nýtist með hagkvæmari hætti í ýmiskonar efnaframleiðslu en athuganir á þessum þáttum liggja ekki fyrir. Því er varlegt að áætla um lífmassa sem orkugjafa þangað til frekari rannsóknir og hagkvæmniathuganir liggja fyrir.“[6]
Árið 2009 var opnuð á kurlkyndistöð á Hallormsstað sem Skógarorka ehf. rekur. Þar er viður sem fellur til við grisjun á svæðinu nýttur sem orkugjafi. Kyndistöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og kemur til með að þjóna bæði opinberum byggingum og heimilum á svæðinu þegar fram líða stundir. Kurlkyndistöð sem þessi er kolefnishlutlaus enda losar tré sem hefur verið kurlað og brennt einungis kolefnið sem bundið var í því. Fengi tréð að standa, deyja og fúna myndi sama magn kolefnis losna út í andrúmsloftið.[7]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.