Korn (einnig KoЯn[1]) er þungarokkshljómsveit frá Bakersfield í Kaliforníu. Hljómsveitin tilheyrir þeim undirflokk þungarokksins sem hefur fengið viðurnefnið nu metal.

Korn árið 2006
Korn árið 2013.

Söguágrip

Áður en Korn var stofnuð stofnuðu þeir James „Munky“ Shaffer, Reginald „Fieldy“ Arvizu, David Silveria og söngvarinn Richard Morales hljómsveitina „LAPD“ eða „Love and Peace Dude“ en breyttu því fljótlega í „Laughing as People Die“ til þess að vera teknir mun alvarlega. Liðsmenn LAPD fengu síðar liðstyrk, gítarleikarann Brian „Head“ Welch og skiptu þeir um nafn og tóku sér nafnið „Creep“. Þá vantaði söngvara.

Munky og Head heyrðu í Jonathan Davis á tónleikum á bar í Bakersfield sem var þá með hljómsveitinni „Sexart“. Eftir tónleikana spurðu þeir Davis hvort hann hafði áhuga að prufa syngja fyrir hljómsveitina þeirra. Úr var hljómsveitin Korn sem gaf út sitt fyrsta demo árið 1993.

Fyrsta platan þeirra kom út árið 1994 og hlaut nafnið Korn.

Meðlimir

  • Jonathan Hauseman Davis (söngur, sekkjapípa) 1993-
  • Reginald Quincy „Fieldy“ Arvizu (bassi) 1993-
  • Ray Luzier (trommur) 2007-
  • James „Munky“ Shaffer (gítar) 1993-
  • Brian „Head“ Welch (gítar) 1993-2005 / 2013-

Fyrrum meðlimir

Útgefið efni

Breiðskífur

  • Korn (1994)
  • Life Is Peachy (1996)
  • Follow the Leader (1998)
  • Issues (1999)
  • Untouchables (2002)
  • Take a Look in the Mirror (2003)
  • See You On The Other Side (2005)
  • Untitled (2007)
  • III: Remember Who You Are (2010)
  • The Path of Totality (2011)
  • The Paradigm Shift (2013)
  • The Serenity of Suffering (2016)
  • The Nothing (2019)
  • Requiem (2022)

Tengill

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.