Remove ads
eyja í Færeyjum From Wikipedia, the free encyclopedia
Konuey eða Koney (færeyska: Kunoy, danska: Kunø) er eyja í Færeyjum, á milli Karlseyjar og Borðeyjar. Eyjan er 35,5 km² að flatarmáli og er nú tengd með landfyllingu við Borðey en áður gekk ferja á milli.
Konuey er hálendasta eyja Færeyja og þar er afar lítið undirlendi. Hæsta fjallið á eyjunni heitir Kúvingafjall og er 830 metra hátt. Nyrst á eynni er Kunoyarnakkur (820 m) en norðurhlið fjallsins er standberg, næstum lóðrétt upp úr sjó, en á nágrannaeynni Viðey er Enniberg, sem rís 754 metra alveg lóðrétt og er hæsta lóðrétta standberg heims.
Tvær byggðir eru nú á Konuey: Kunoy (71 íbúar 1. janúar 2015) og Haraldssund (76 íbúar). Á milli þeirra eru jarðgöng sem opnuð voru 1988. Þriðja byggðin var áður á eynni, Skarð, en hún fór í eyði eftir að sjö menn (allir karlmenn í byggðinni að frátöldum sjötugum öldungi og fjórtán ára unglingi) fórust á sjó á aðfangadag árið 1913. Ekkjurnar ákváðu að flytja til Haraldssunds og Skarð lagðist í eyði. Þaðan var skáldið og skólastjórinn Símun av Skarði, (f. 1872, d. 1942) en hann var fluttur til Þórshafnar þegar slysið varð. Hann er þekktur fyrir að hafa samið þjóðsöng Færeyja, Tú alfagra land mítt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.