From Wikipedia, the free encyclopedia
Klám er myndefni, texti, eða annað sem gert er í þeim tilgangi að skapa kynferðislega örvun. Það sýnir hluti frá kynferðislegu sjónarhorni eða sýnir kynferðislegar athafnir.
Ýmsum þykir klám siðferðislega rangt, mannskemmandi, eða ávanabindandi og í ýmsum þjóðfélögum eru höft sett á dreifingu kláms. Á Íslandi er birting kláms bönnuð.
210. grein hegningarlaga segir:
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.