Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kjartan Þorvarðsson (24. júlí 1898 – 3. júlí 1936) var reykvískur knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram.
Kjartan fæddist í Reykjavík, sonur Þorvarðar Þorvarðssonar, prentara, bæjarfulltrúa og fyrsta formanns Leikfélags Reykjavíkur. Yngri bróðir hans var Ólafur Kalstað Þorvarðsson og iðkuðu þeir bræðurnir báðir knattspyrnu undir merkjum Fram. Kjartan var markvörður og varð margfaldur Íslandsmeistari með liðinu.
Árið 1915 lauk Kjartan gagnfræðaprófi frá MR og sinnti upp frá því verslunarstörfum og síðar almennum sölustörfum fyrir prentsmiðjuna Gutenberg eftir því sem heilsa hans leyfði. Kjartan var heilsuveill maður og í minningargrein um hann voru tildrög þess rakin til þess að hann varð fyrir voðaskoti níu ára gamall. Þegar loks var ráðist í að fjarlægja byssukúluna úr kviðarholi hans þegar hann var á 38. aldursári fékk hann lífhimnubólgu í kjölfar aðgerðarinnar sem dró hann til dauða.[1]
Kunnastur varð Kjartan fyrir störf sín að íþróttamálum. Árið 1928 settist hann í svokallaða endurreisnarstjórn Knattspyrnufélagsins Fram undir formennsku Guðmundar Halldórssonar og síðar Stefáns A. Pálssonar. Um þær mundir var félagið við það að lognast út af og sameining við Víking rædd í fullri alvöru. Þeim félögunum var eignaður heiðurinn af því að hafa blásið lífi í Fram á nýjan leik og voru þeir Kjartan og Guðmundur gerðir að heiðursfélögum árið 1933 á 25 ára afmæli félagsins.
Íþróttaáhugi Kjartans beindist ekki eingöngu að Knattspyrnufélaginu Fram. Hann starfaði innan íslensku Ólympíuhreyfingarinnar, Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og Íþróttasambands Íslands. Kjartan var sérstakur áhugamaður um viðgang hnefaleika og átti drjúgan þátt í að koma þeirri íþróttagrein á fastan kjöl á þriðja og fjórða áratugnum. Hann var einnig aðalíþróttafréttaritari Morgunblaðsins um alllangt skeið og einn þeirra fyrstu sem ritaði sérstaklega um íþróttamálefni í íslensk blöð.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.