Kjaftagelgjur (fræðiheiti: Lophiiformes) eru ættbálkur mestmegnis djúpsjávarfiska, þótt sumar ættir, eins og t.d. froskfiskar, lifi aðeins á grunnsævi.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Undirættbálkar ...
Kjaftagelgjur
Thumb
Svartdjöfull (Melanocetus johnsonii)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Lophiiformes
Undirættbálkar

Antennarioidei
Lophioidei
Ogcocephalioidei
Ættir: Sjá texta

Loka

Einkenni á kjaftagelgjum er sú veiðiaðferð sem þær beita og felst í því að fyrsti geislinn í bakugga fiskanna hefur breyst í langan sprota sem stendur uppúr höfði fisksins milli augnanna og er með þykkan sepa á endanum sem fiskurinn hreyfir til eins og agn til að laða bráðina að. Þar sem flestar tegundir kjaftagelgja lifa í undirdjúpunum þar sem sólarljósið nær ekki að veita birtu er agnið lýst upp með lífljómun frá bakteríum sem lifa í samlífi með fisknum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.