Kangxi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kangxi (kínverska: 康熙帝; pinyin: Kāngxīdì; Wade-Giles: K'ang-hsi-ti; mansjúríska: Enkh Amgalan Khaan, 4. maí, 1654 – 20. desember, 1722) var þriðji keisari Kingveldisins og annar í röð þeirra sem ríkti yfir hinu sögulega Kína. Hann ríkti í 61 ár og er þar með sá keisari Kína sem ríkt hefur lengst og einn af þaulsætnustu þjóðarleiðtogum sögunnar.
Kangxi tók við völdum aðeins sjö ára gamall og framan af var stjórnin í höndum fjögurra fjárhaldsmanna og keisaraekkjunnar Xiaozhuang. Ríkisár Kangxis einkenndust af friði að mestu eftir áratugalangar borgarastyrjaldir. Hann vann sigur á Lénsveldunum þremur, útlagastjórn sjóræningjans Zheng Jing á Tævan og Rússaveldi í norðvestri þar sem Kína stækkaði landamæri sín svo þau náðu yfir það sem í dag nefnist Mongólía.
Fyrirrennari: Shunzhi |
|
Eftirmaður: Yongzheng |
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.