Jónshús
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jónshús (eða Hús Jóns Sigurðssonar) (danska: Islands Kulturhus) er hús Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur á Øster Voldgade 12 (áður númer 8) í Kaupmannahöfn. Götuna nefna Íslendingar oft Austurvegg. Jón og Ingibjörg bjuggu á þriðju hæð í húsinu frá 1852 til dauðadags 1879. Húsið myndar hornið á Øster Voldgade og Stokhusgade.
Carl Sæmundsen kaupmaður afhenti Alþingi húsið til eignar 17. júní 1966.
Í Jónshúsi er starfsemi sem tekur bæði til menningar og félagsstarfs. Á fyrstu hæð í Jónshúsi er samkomusalur þar sem oft eru samkomur og sýningar íslenskra listamanna. Á annarri hæð er fræðimannsíbúð. Á þriðju hæð hússins er sýning um líf og starf Jóns forseta, auk bókasafns. Á fjórðu hæð er önnur fræðimannsíbúð. Í húsinu er aðstaða fyrir félagsstarfsemi Íslendinga sem búsettir eru á Kaupmannahafnarsvæðinu
Á skilti utan á Jónshúsi stendur:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.