Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jóhannesarriddarar eða spítalariddarar (latína: Ordo Fratrum Hospitalis Sancti Ioannis Hierosolymitani) er kaþólsk riddararegla sem síðar varð að reglu Mölturiddara. Reglan var stofnuð í kringum sjúkrahús í Muristan í Jerúsalem sem var helgað Jóhannesi skírara og sinnti kristnum pílagrímum til Landsins helga. Sjúkrahúsið var stofnað snemma á 11. öld en reglan var stofnuð af benediktínamunknum Gerard Thom á tímum Fyrstu krossferðarinnar. Stofnun hennar var staðfest með páfabullu árið 1113. Ásamt Musterisriddurum urðu Jóhannesarriddarar voldugasta riddarareglan í Landinu helga.
Eftir fall Konungsríkisins Jerúsalem árið 1291 hörfuðu riddararnir til greifadæmisins Trípólí og síðan til Kýpur. Þeir lögðu síðan Ródos undir sig með hervaldi 15. ágúst 1310. Árið 1494 reistu þeir virki í Bodrum á strönd Litlu-Asíu. Árið 1522 lagði Súleiman mikli eyjuna undir sig og riddararnir fengu að hörfa til Sikileyjar. Næstu ár fóru þeir milli staða í Evrópu en 1530 gaf Karli 1. Spánarkonungur þeim Möltu, Gozo og hafnarborgina Trípólí. Sumarið 1565 sendi Súleiman 40.000 manna lið til að hrekja riddarana frá eyjunni en þeim tókst að hrinda árásinni eftir margra mánaða umsátur.
Í siðbótinni missti reglan flest lén sín í Evrópu en var áfram með flota á Miðjarðarhafi sem tókst á við sjóræningja frá Barbaríinu. Í Frönsku byltingunni voru eigur reglunnar í Frakklandi gerðar upptækar. Napoléon Bonaparte lagði síðan Möltu undir sig í Egyptalandsför sinni 1798. Eftir það fengu riddararnir hæli í nokkrum Evrópulöndum, flestir í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Árið 1834 kom reglan sér upp höfuðstöðvum í Róm.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.