Ilmbjörk (fræðiheiti: Betula pubescens) eða birki í daglegu tali er tré af birkiætt. Það er algengt í Norður-Evrópu. Tegundin er ljóselsk, hægvaxta, vind og frostþolin. Hún getur blandast við fjalldrapa og er þá afkvæmið runnkennt.
Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
|
Ástand stofns |
|
Vísindaleg flokkun |
|
Tvínefni |
Betula pubescens Ehrh. |
Útbreiðsla |
Samheiti |
- *Betula alba L.
- *Betula alba var. friesii Regel
- * Betula alba var. hornemannii Regel
- * Betula alba f. hornemannii (Regel) Regel
- * Betula alba var. lupulina Wallr.
- * Betula alba var. ovata Neilr.
- * Betula alba var. pubescens (Ehrh.) Spach
- * Betula alba subsp. pubescens (Ehrh.) Regel
- * Betula alba var. vulgaris Aiton
- * Betula ambigua Hampe ex Rchb.
- * Betula andreji V.N.Vassil.
- * Betula asplenifolia Regel
- * Betula aurea Steud.
- * Betula baicalia V.N.Vassil.
- * Betula broccembergensis Bechst.
- * Betula callosa Notø
- * Betula canadensis K.Koch
- * Betula celtiberica Rothm. & Vasc.
- * Betula concinna Gunnarsson
- * Betula coriifolia Tausch ex Regel
- * Betula dalecarlica L.f.
- * Betula friesii Larss. ex Hartm.
- * Betula friesii var. oxyodontia Kindb.
- * Betula friesii var. subalpina Larss. ex Kindb.
- * Betula glabra Dumort.
- * Betula glauca Wender.
- * Betula hackelii Opiz ex Steud.
- * Betula jacutica V.N.Vassil.
- * Betula krylovii G.V.Krylov
- * Betula laciniata Thunb.
- * Betula laciniata Blom
- * Betula lenta Du Roi
- * Betula lucida Courtois
- * Betula macrostachya Schrad. ex Regel
- * Betula major Gilib.
- * Betula nigricans Wender.
- * Betula odorata var. alpigena Blytt
- * Betula ovata K.Koch
- * Betula pontica Loudon
- * Betula populifolia Aiton
- * Betula pubescens var. appressa Kallio & Y.Mäkinen
- * Betula pubescens subsp. callosa (Notø) Á.Löve & D.Löve
- * Betula pubescens subsp. celtiberica (Rothm. & Vasc.) Rivas Mart.
- * Betula pubescens f. columnaris T.Ulvinen
- * Betula pubescens subsp. concinna (Gunnarsson) Á.Löve & D.Löve
- * Betula pubescens var. cryptocarpa Laest.
- * Betula pubescens var. friesii (Larss. ex Hartm.) Nyman
- * Betula pubescens var. glabra Fiek ex C.K.Schneid.
- * Betula pubescens f. hibernifolia T.Ulvinen
- * Betula pubescens var. lucida (Courtois) Wesm.
- * Betula pubescens var. media Laest.
- * Betula pubescens var. megalocarpa Laest.
- * Betula pubescens subsp. nigricans Maire ex Just
- * Betula pubescens var. nigricans (Wender.) Nyman
- * Betula pubescens var. oblongifolia Wimm.
- * Betula pubescens var. ovalifolia Sukaczev
- * Betula pubescens subsp. ovalifolia (Sukaczev) Printz
- * Betula pubescens var. palmiformis Laest.
- * Betula pubescens f. pendula Schelle
- * Betula pubescens var. pubescens
- * Betula pubescens f. rubra T.Ulvinen
- * Betula pubescens var. rustica Laest.
- * Betula pubescens var. sibakademica Baran.
- * Betula pubescens var. silvatica Laest.
- * Betula pubescens var. silvestris Laest.
- * Betula pubescens var. subaequalis Laest.
- * Betula pubescens var. subalpina Laest.
- * Betula pubescens subsp. subarctica (Orlova) Á.Löve & D.Löve
- * Betula pubescens subsp. suecica Gunnarsson
- * Betula pubescens var. vestita Gren. & Godr.
- * Betula rotundata Beck
- * Betula sajanensis V.N.Vassil.
- * Betula sokolowii Regel
- * Betula subarctica Orlova
- * Betula subarctica var. pojarkovae Tzvelev
- * Betula tomentosa Reitter & Abeleven
- * Betula torfacea Schleich.
- * Betula virgata Salisb.
[2] |
Loka
Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að að fjórðungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi, jafnvel allt að 40% landsins.[3][4]
Stórvöxnustu birkiskógar landsins eru allir á því austanverðu, þ.e. frá Fnjóskadal austur um og suður til Bæjarstaðar nálægt Skaftafelli. Vestlenska birkið er af einhverjum ástæðum kræklótt og fremur lágvaxið. Hæstu tré í birkiskógum Íslands ná sjaldnast meira en 12 m hæð. [5]
Hæsta þekkta birkið er á Akureyri, tæpir 15 metrar.[6] Fundist hefur birki í allt að um 680 metra hæð hér á landi, við Útigönguhöfða. Kynbætur hafa verið gerðar á ilmbjörk til að rækta beinstofna tré.
Árið 2015 fór fram kortlanging birkiskóga á landinu og niðurstöður voru þær að þá þakti birki 1,5% landsins, eða 1.506 ferkílómetra. Flatarmál þess jókst um tæp 10% frá árinu 1989, alls um 130 ferkílómetra.[7]
Birki hefur verið valið tré ársins árin 1989, 1993 og 1998 af Skógræktarfélagi Íslands.
Ilmbjörk lifir í samlífi við fjölda annarra lífverutegunda. Vitað er um að minnsta kosti 94 mismunandi tegundir smásveppa sem lifa í samlífi við ilmbjörk á Íslandi, hvort sem það er samhjálp eða sníkjulífi.[8] Meðal þessara tegunda eru birkiryðsveppur og bládoppa.[8]
Á berki ilmbjarkar finnst fjöldi fléttutegunda, meðal annars hin sjaldgæfa birkimerla sem finnst aðeins á örfáum stöðum á Íslandi.[9]
Fyrir utan birkiryðsvepp eru birkifeti, birkikemba, birkiþéla og birkivefari skaðvaldar á laufblöðum birkis.
Betula pubescens The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2014: e.T194521A116337224.