65°04′00″N 22°06′00″V

Thumb
Hvammsfjörður. Horft af Fellsströnd í átt að Brokey.

Hvammsfjörður er fjörður sem gengur inn úr suðaustanverðum Breiðafirði. Sunnan fjarðarins er Skógarströnd en norðan hans Fellsströnd og síðan Hvammssveit. Lögun fjarðarins minnir mjög á stígvél og er þá Laxárdalur inn af „sólanum“ á stígvélinu en Miðdalir og Hörðudalur þar fyrir sunnan, inn af „hælnum“. Við botn fjarðarins, í mynni Laxárdals, er kauptúnið Búðardalur.

Mikill fjöldi eyja, hólma og skerja er í mynni Hvammsfjarðar og voru sumar áður byggðar og jafnvel stórbýli og höfðingasetur. Má þar nefna Hrappsey og Brokey. Miklir straumar myndast í þröngum sundunum milli eyjanna og hefur jafnvel verið rætt um að virkja sjávarföllin þar.[1]

Síldarganga í Hvammsfjörð

Frá árinu 2006 hefur síld leitað í kaldan sjó frá Grundarfirði og austur í Hvammsfjörð[2].

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.