Hringhraðlageislun

From Wikipedia, the free encyclopedia

Hringhraðlageislun

Hringhraðlageislun er rafsegulgeislun, sem myndast þegar hlaðnar agnir fara um segulsvið. Lorentzkraftur, sem er hornréttur á hraðavigur agnar og segulsvið, verkar á ögnina og sveigir braut hennar þannig að að hún tekur að hreyfast eftir hringferli í sléttu þvert á segulsviðslínurnar.

Hlaðin eind, með massa m og hleðslu q, sem fer með jöfnum hraða v um segulsvið af styrk B, fer eftir hringferli með brautargeislann

Thumb
Skýringarmynd af hringhraðli úr einkaleyfi 1934.

þar sem

er brautarhraði eindarinnar, hornrétt á segulsviðið.

Tíðni hringhreyfingarinnar fæst með:

Sambandið hér að ofan fæst með því að gera ráð fyrir að hraðinn sé fjarri ljóshraða og að Lorentzkraftur sé jafn miðsókarkrafti hringhreyfingarinnar. Þannig má einangra geislann r út úr jöfnunni.

Ef ögnin er rafeind fæst

og ef um róteind er að ræða gildir

þar sem segulsviðsstyrkurinn er gefinn í einigunni tesla.

Ef hraði eindanna nálgast ljóshraða þarf að reikna með jöfnum afstæðiskenningarinnar og er þá talað um samhraðlageislun.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.