Hjálmar Árnason (fæddur 15. nóvember 1950) er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og skólameistari. Árin 1995-2003 var hann þingmaður Reykjaneskjördæmis og 2003-2007 fyrir Suðurkjördæmi.

Hjálmar varð stúdent frá MH 1970 og er með kennarapróf frá KHÍ (1979), BA próf í íslensku frá (1982) og gráðu í skólastjórnun frá Kanada (1990). Hjálmar hefur starfað sem kennari í bæði grunn- og framhaldsskólum og var skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985 - 1995. Fyrir utan skóla og stjórnmálastörf hefur Hjálmar verið viðriðinn sjómennsku, fjölmiðlun og löggæslustörf.

Eftir að hafa lent í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir Suðurkjördæmi á eftir Guðna Ágústssyni og Bjarna Harðarsyni tilkynnti Hjálmar 21. janúar 2007 að hann myndi hætta í stjórnmálum að kjörtímabilinu loknu. Síðan hefur Hjálmar verið framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú.

Tengill

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.