From Wikipedia, the free encyclopedia
Hetja er manneskja eða sögupersóna sem sigrast á mótlæti með því að sýna óvenjulegt hugrekki, siðferðisþrek, hugvit eða styrk. Orðið söguhetja á sérstaklega við um hetjur í skáldskap og kvenhetja er stundum notað til að vísa sérstaklega til kvenna sem koma fyrir í því hlutverki. Þjóðhetja er hetja sem nýtur sérstakrar stöðu í sögu tiltekins samfélags, og alþýðuhetja er sagnahetja sem berst fyrir rétti fátækra gegn ofríki þeirra sem valdið hafa. Hetjur koma víða fyrir í þjóðsögum, skáldskap, sagnaritun og frásögnum fjölmiðla.
Sagnakvæði og sagnabálkar fást gjarnan við hetjur á borð við Gilgames, Akkilles, Herkúles, Davíð konung, Artúr konung, Vilhjálm Tell og Hróa hött. Sögulegar persónur, eins og Jóhanna af Örk, Giuseppe Garibaldi og Sophie Scholl hafa fengið á sig hetjuorð fyrir að sýna einstakt hugrekki eða „hetjulund“. Hetjusögur eru vinsælar í skáldsögum, kvikmyndum og öðrum miðlum. Ofurhetjur eru sögupersónur í ofurhetjusögum sem búa yfir ofurmannlegum hæfileikum.
Algengur andstæðingur hetjunnar í frásögnum er skúrkurinn; en hetjan getur líka verið siðferðilega vafasöm og kemur þá fyrir sem andhetja.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.