Heimspeki 18. aldar, einnig nefnd heimspeki upplýsingarinnar eða heimspeki upplýsingartímans, er tímabil í sögu vestrænnar nýaldarheimspeki, einkum evrópskrar heimspeki. Stundum er 17. öldin einnig talin heyra til heimspeki upplýsingarinnar.
Á 18. öld ríkti mikil bjartsýni meðal heimspekinga og vísindamanna um getu vísindanna til þess að útskýra þau lögmál sem giltu um heiminn og um almennar framfarir. Þessi framfaratrú var einn þáttur í þeirri hugmyndafræði sem gat af sér frelsisstríð Bandaríkjanna og frönsku byltinguna og síðar sjálfstæðisbaráttu suður-amerískra ríkja. Hún gat einnig af sér klassíska frjálshyggju, lýðræði og auðvaldshyggju.
Yfirlit yfir heimspeki 18. aldar
Trú og guðrækni voru hjá ýmsum höfundum nátengd iðkun heimspekinnar. Írski heimspekingurinn George Berkeley reyndi að sýna fram á tilvist guðs með heimspekilegum rökum. En ýmsir höfundar, eins og Thomas Paine, Voltaire, Jean-Jacques Rousseau og David Hume, dróu í efa og réðust jafnvel gegn kennivaldi kirkjunnar. Raunhyggja naut aukinna vinsælda á 18. öld og hafði áhrif á stjórnspekihugmyndir, stjórnsýslu og vísindi, eins og eðlisfræði, efnafræði og líffræði.
Meginheimspekingar 18. aldar
- Montesquieu (1689 – 1755)
- Voltaire (1694 – 1778)
- Benjamin Franklin (1706 – 1790)
- G.L. Buffon (1707 – 1788)
- David Hume (1711 – 1776)
- Jean-Jacques Rousseau (1712 – 1778)
- Denis Diderot (1713 – 1784)
- James Burnett Lord Monboddo (1714 – 1799)
- Helvétius (1715 – 1771)
- Jean le Rond d'Alembert (1717 – 1783)
- Baron d'Holbach (1723 – 1789)
- Adam Smith (1723 – 1790)
- Immanuel Kant (1724 – 1804)
- Edmund Burke (1729 – 1797)
- Ignacy Krasicki (1735 – 1801)
- Thomas Paine (1737 – 1809)
- Thomas Abbt (1738 – 1766)
- Thomas Jefferson (1743 – 1826)
- Johann Gottfried von Herder (1744 – 1803)
- Mary Wollstonecraft (1759 – 1797)
- Henri de Saint-Simon (1760 – 1825)
Heimildir og frekari fróðleikur
- Fyrirmynd greinarinnar var „Age of Enlightenment“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. febrúar 2007.
- Brown, Stuart (ritstj.), British Philosophy in the Age of Enlightenment (2002).
- Cassirer, Ernst, The Philosophy of the Enlightenment (1979).
- Dupre, Louis, The Enlightenment & the Intellctural Foundations of Modern Culture (2004).
- Hulluing, Mark, Autocritique of Enlightenment: Rousseau and the Philosophes (1994).
- MJacob, Margaret, Enlightenment: A Brief History with Documents (2000).
- Porter, Roy, The Enlightenment (1999).
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.