fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia
Hawaii, eða Hawaiieyjar (stundum skrifað Havaí eða Havæ og sjaldnar Hawaí eða Hawaj), er eyjaklasi í Kyrrahafinu og eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Hawaii er einnig stærsta eyjan í Hawaii-eyjaklasanum og gengur oft undir nafninu „Stóra eyjan“ (The Big Island). Íbúafjöldi Hawaii er rúmlega 1,44 milljón (2022).
Hawaii
Hawaiʻi (hawaiíska) | |
---|---|
| |
Viðurnefni: The Aloha State (opinbert), Paradise of the Pacific, The Islands of Aloha, The 808 State | |
Kjörorð: hawaiíska: Ua Mau ke Ea o ka ʻĀina i ka Pono | |
Land | Bandaríkin |
Varð opinbert fylki | 21. ágúst 1959 (50. fylkið) |
Höfuðborg (og stærsta borg) | Honolulu |
Stærsta sýsla | Honolulu |
Stjórnarfar | |
• Fylkisstjóri | Josh Green (D) |
• Varafylkisstjóri | Sylvia Luke (D) |
Þingmenn öldungadeildar |
|
Þingmenn fulltrúadeildar |
|
Flatarmál | |
• Samtals | 28.311 km2 |
• Land | 16.638 km2 |
• Vatn | 11.672 km2 (41,2%) |
• Sæti | 43. sæti |
Stærð | |
• Lengd | 2.450 km |
Hæð yfir sjávarmáli | 920 m |
Hæsti punktur | 4.205,0 m |
Lægsti punktur (Kyrrahaf) | 0 m |
Mannfjöldi (2020)[1] | |
• Samtals | 1.455.271 |
• Sæti | 40. sæti |
• Þéttleiki | 82,6/km2 |
• Sæti | 13. sæti |
Heiti íbúa | Hawaiian |
Tungumál | |
• Opinbert tungumál |
|
Tímabelti | UTC−10:00 |
Póstnúmer | HI |
ISO 3166 kóði | US-HI |
Stytting | H.I. |
Breiddargráða | 18°55'N til 28°27'N |
Lengdargráða | 154°48'V til 178°22'V |
Vefsíða | hawaii.gov |
Á frummáli eyjaskeggja, hawaiísku, nefnist eyjan „Hawai‘i“, en úrfellingamerkið ('Okina á hawaiísku) táknar skyndilegt stopp eins og í miðri upphrópuninni „Oh-ó“ (Ritað ʔ í Alþjóðlega hljóðstafrófinu). Honolulu er stærsta borgin og höfuðborg fylkisins. Næststærsta eyjan er Maui.
Seint á 19. öld og í upphafi 20. aldar voru Hawaiieyjar kunnar undir nafninu Sandwich Islands, og nefndust þá á íslensku Sandvíkureyjar. Halldór Laxness kallar Hawaii í einu verka sinna Háeyju sem er hljóðlíking.
Hawaiieyjar eru austasti og jafnframt yngsti hluti Hawaii-Emperor eyjaklasans. Heiti reiturinn, sem er undir Stóru eyjunni, myndaði Hawaii-Emperor eyjaklasann þar sem Kyrrahafsplatan færðist yfir hann. Slóðin sem heiti reiturinn skilur eftir sig á Kyrrahafsflekanum kallast eyjaröð. Eftir því sem eyjarnar færast fjær heita reitnum verða þær útrænu öflunum auðveldari bráð og hafið sverfur þær smátt og smátt niður. Oft byggjast upp kóralrif á þeim neðansjávarfjöllum sem eyjarnar eru.
Þær átta eyjar sem teljast til Hawaiieyja eru, talið frá vestri til austurs, Ni'ihau, Kauai'i, O'ahu, Moloka'i, Lana'i, Kahoʻolawe (óbyggð), Maui og Hawai'i.
Eldfjöll eru á eyjunum, gjarnan dyngjur, þekktust þeirra er Mauna Kea. Önnur þekkt eldfjöll eru Mauna Loa og Kīlauea.
Langás eyjaklasans liggur norðvestur-suðaustur og má af því sjá að Kyrrahafsplatan hefur verið og er að færast til norðvesturs (að því gefnu að heiti reiturinn sé ekki að hreyfast).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.