Hamar er bær í Svarfaðardal austanmegin við Svarfaðardalsá ekki langt frá Dalvík. Land jarðarinnar nær yfir nyrðsta hluta Hamarsins, en það er hálsinn norður af Vallafjalli, og inn á Hamarsdal. Hálsá markar austurmörk jarðarinnar. Næstu bæir eru Háls og Hrísar. Hamars er fyrst getið í Guðmundar sögu dýra í tengslum við atburði sem urðu árið 1191. Þá bjó þar Eyjólfur nokkur kallaður sopi. Þá var jörðin nefnd Reykjahamar og var kennd við jarðhitann sem þar er. Ofan við bæinn á Hamri var um 40 °C heit laug og þegar farið var að leggja á ráðin með hitaveitu fyrir Dalvík á sjöunda áratug 20. aldar var strax litið til þessarar laugar. Borað var eftir heitu vatni á Hamri með allgóðum árangri og hitaveita lögð þaðan til Dalvíkur árið 1969.[heimild vantar] Hamar er í eigu sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Þar er berjaland gott og allmikil frístundabyggð.

Sjá einning

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.