Húðkeipur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Húðkeipur[1] er bátur úr skinni sem er (oftast) róinn af einum manni. Húðkeipur er til dæmis haft um grænlenska kajakinn og er að mestu haft um báta karlmanna á Grænlandi. Húðskútan (umiak) (líka stundum nefnd konubátur eða kvennabátur á íslensku) er stærri en húðkeipurinn og er selskinn þanið á öllu opnari trégrind. Húðkeipur er þó einnig haft um báta skrælingja á Vínlandi í Eiríks sögu rauða og stundum um kajaka almennt.
Húðskútan var hér áður fyrr mikið notuð til að bera vörur og til flutninga á veiði. Hún er gerð úr skinni og flýtur vel á öldunum. Í fylgd með hverri húðskútu voru oft veiðimenn á húðkeipum. „Húðkeiparnir voru sem tundurbátar, kvennabáturinn hið mikla orustuskip“, þannig lýsir Peter Freuchen þessum bátum.[2] Veiðimenn eru fljótir í förum á húðkeipunum og af þeim er auðvelt að skutla seli ef færi gefst. Komi mikil kvika, er húðkeipunum róið á vindborða við húðskúturnar og þær notaðar sem bárufleygar.
Í Eiriks sögu rauða er þessi lýsing á skrælingjum á húðkeipum:
Og einn morgunn snemma er þeir lituðust um sáu þeir níu húðkeipa og var veift trjánum af skipunum og lét því líkast í sem í hálmþústum og fer sólarsinnis. |
Í seinna Íþróttabindi Alfræði Menningarsjóðs er húðkeipur haft almennt um kajak: „Kænuróðraíþróttir (e. canoeing; þ. Kanusport) er heildarheiti á róðri á þremur mismunandi kænutegundum: húðkeip (kajak), kanadískri eikju (canadian) og sambrotseikju“. [3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.