Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Hómer (gríska: Ὅμηρος Hómēros) er goðsagnakennt skáld sem á að hafa verið uppi í Grikklandi á 8. öld f.Kr. Honum eru eignuð meðal annars sagnakvæðin Ilíonskviða og Ódysseifskviða sem flestir telja vera grundvallarbókmenntir Grikklands til fórna. Venjan er að telja hann hafa fæðst í Jóníu og einnig átti hann að vera blindur. Að öðru leyti er ekkert vitað um Hómer og kvæðin sem honum eru eignuð hafa líklega mótast um langan aldur í munnlegri geymd. Sumir fræðimenn telja að Hómer sé eini höfundur kviðanna en aðrir telja að Hómer hafi ekki verið einn að verki heldur séu kviðurnar samdar af mörgum skáldum. Talið er að kviðurnar hafi verið samdar um miðja 8. öld f.kr. eða séu jafnvel eldri. Þá er einnig talið að Hómer hafi nýtt sér tilkomu ritmálsins til að skrifa lengri kviður en áður hafði verið gert. Þá hafa verið færð rök fyrir því að gríska stafrófið hafi verið þróað í þeim tilgangi að skrásetja kviðurnar, en engar samtímaheimildir geta hins vegar stutt þetta.
Ódysseifskviða fjallar um Ódysseif, sem er ein af hetjum Trójustríðsins og ævintýri hans á leið hans til baka til heimalands síns, eyjarinnar Íþöku. Guðirnir leika stórt hlutverk í þessari kviðu enda skiptast þeir í fylkingar með og á móti stríðsaðilum. Ferð Ódysseifs tók um tíu ár. Í þýðingu Sveinbjörns Egilssonar hefst kviðan á orðunum ,,Seg mér, sönggyðjan, Sem segir frá hinum víðförla manni sem sem hraktist mjög víða eftir að hafa lagt hina helgu Trójuborg í eyði.
Ódysseifur flækist ekki aðeins til framandi þjóða á leið sinni til Íþöku heldur fer hann einnig til undirheima. Þar ráðfærði hann sig við Teiresías sem var mikill spámaður. Á ferð sinni hitti hann einnig Kýklópann Pólýfemos, en hann hugðist éta Ódysseif og vini hans. Ferðalangarnir hittu að auki seiðkerlinguna Kirku sem gat breytt förunautum Ódysseifs í svín, sem og óvættina Skyllu, Karibdís og sírenurnar.
Penelópa, sem var kona Ódysseifs, beið eftir honum heima á Íþöku en hún átti marga vonbiðla þar sem flestir töldu Ódysseif af. Urðu þeir mjög ágengir, en þegar Ódysseifur kom heim drap hann þá alla. Eftir það bjuggu þau Ódysseifur og Penelópa ásamt syni sínum Telemakkosi á Íþöku. Í Ódysseifskviðu, koma guðirnir mikið við sögu og Trójustríðið sagt vera þeim að kenna. Ódyseifsskviða er talinn vera léttari til lestrar en Illionskviða.
Heimildaskrá
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.