From Wikipedia, the free encyclopedia
Aðalstræti 14 þekkt sem Gamli spítali eða Gudmanns Minde var reist árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið. Í upphafi var húsið notað sem læknabústaður, fyrst fyrir héraðslækninn Eggert Johnsen og síðar Jón Finsen. Einnig var apótek í einu herbergi hússins. Friðrik C.M. Gudmann kaupmaður keypti húsið 1872. Hann byggði litla viðbygginu við húsið og innréttaði sem spítala er hann færði Akureyringum að gjöf. Þessi fyrsti spítali Akureyrar er því kenndur við minningu hans.[1]. Spítalinn sem var vígður 7. júlí 1874, var rekinn í húsinu til ársins 1898 en ári síðar var tekinn í notkun nýr spítali á Akureyri. Þá var húsið selt og þjónaði sem íbúðarhús í tæp 100 ár. Árið 1994 keyptu Akureyrarbær og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri húsið og afhentu það Læknafélagi Akureyrar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem gert upp húsið í samráði við Minjasafnið á Akureyri og Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Gudmanns Minde | |
Staðsetning | Aðalstræti 14, Akureyri |
---|---|
Byggingarár | 1835 |
Byggt af | Baldvin Hinriksson Scagfjord,
Eggert Johnsen |
Hannað af | Óþekkt |
Byggingarefni | Timbur |
Friðað | 1977 |
Í húsinu er nú rekin starfsemi Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Húsið var friðað í B-flokki af bæjarstjórn Akureyrar þann 4. október 1977[2].
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.