From Wikipedia, the free encyclopedia
Hugtakið Guðspeki er notað um dulspekilegar kenningar um eðli tilverunnar. Rússnesk-ameríski spíritistinn Helena Petrovna Blavatsky (1831–1891) ásamt Henry Steel Olcott (1832 – 1907) gáfu dulspekilegum kenningum sínum nafnið Theosophy á ensku. Nafnið var skapaðu úr grísku orðunum θεος "theos" (guðdómlegt, guðlegt) og Σοφία "sophia" (viska, þekking, speki). Þetta hugtak var síðar íslenskað sem Guðspeki. Þessar kenningar bjuggu bæði á eldri evrópskum heimspekihugmyndum eins og nýplatónisma og asískum trúarbrögðum eins og hindúisma og búddisma. Blavatsky og Olcott töldu öll trúarbrögð hafa sameiginlegan dulspekilegan kjarna. [1] Guðspekin hefur haft áhrif á fjölda annarra dulspekilegra hreyfinga eins og nýaldarhreyfinguna sem kom fram á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar.[2]
Kenningar ýmsra heimspekinga hafa sem fengist hafa við dulspekilega þekkingleit hafa verið kenndar við guðspeki, þar á meðal Jacob Boehme og Emanuel Swedenborg. En allt frá því að Blavatsky gaf út bækurnar Isis Unveiled og The Secret Doctrine á milli 1875 og 1891, hefur hugtakið fyrst og fremst verið notað um þá dulrænnu heimspeki sem hún setti þar fram. Stofnun samtakanna, Theosophical Society, í New York 1875 lögðu grundvöllin fyrir alþjóðlegri hreyfingu guðspekisinna. Þessi alþjóðahreyfing hefur síðan klofnað í margar mismunandi útgáfur af Guðspeki sem eru kynntar í dag af mörgum mismunandi hópum. Sú áhrifamesta er Theosophical Society (Adyar), með aðalstöðvar á Indlandi.
Guðspekin leitast við að kanna undirliggjandi andlega sannleika sem talið er að séu sameiginleg öllum trúarbrögðum og heimspeki[3] . Guðspekisinnar trúa því að það sé alhliða, alltumlykjandi viska sem liggur að baki hinum sýnilega heimi og að menn geti nálgast þessa visku með andlegum aðferðum, námi og persónulegum þroska.
Helena Blavatsky, einn aðalstofnandi guðspekinnar, taldi hana ekki vera trúarbrögð. Guðspekisinnar líta á hana sem kerfi sem nær yfir allt það sem liggur til grundvallar trúarbrögðum, heimspeki og vísindum.[4] Þar af leiðandi eru margir guðspekisinnar einnig kristnir, búddistar eða hindúar.[5]
Að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mannkyns, án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar.
Að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og náttúruvísindi.
Að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum.
Allt líf er í innsta kjarna sínum eitt og ósundurgreinanlegt. Ekkert er til, sem hægt er að kalla “dauða náttúru”, allt er líf. Vitundin og hinn ytri heimur, efni og andi, líf og form eru ekki ósættanlegar andstæður, heldur ólíkar hliðar hins sama veruleika.
Skynsvið mannsins er af hinum ytri heimi er ófullkomin og takmarkað. Einnig eru ýmis svið eru skynjunum manna hulin. Á þeim sviðum lifa aðrar verur, auk þess sem menn og aðrar skynjanlegar lífverur í hinum jarðneska heimi eiga þar líka líf og starf. Öll tilverusviðin eru frábrugðin hvert öðru á sama hátt og teningurinn er frábrugðinn fletinum.
Órjúfandi jafnvægi ríkir í tilverunni. Hverjum verknaði fylgir gagnverkun, nákvæmlega jafn stór og upphafsverknaðurinn og kemur niður á sama stað. Þetta er karma, lögmál athafnarinnar. Allt líf þróast í hringrásartímabilum. Slík endurtekin hringför niður í þéttara efni kallast endurholdgun.
Í öllum lífverum býr óforgengilegur neisti hins eina lífs. Maðurinn hefur einhverntíma þróast upp úr þroskastigi dýranna, stigið yfir það mark, sem aðgreinir dýr og menn. Á sama hátt eru dýrin komin upp úr þroskastigi jurtanna. Maðurinn endurholdgast hvað eftir annað og bætir við sig reynslu og þroska í hverri jarðvist.
Þannig þróast maðurinn smátt og smátt í það að verða göfugri vera, fjarlægist meira þroskastig dýrsins. Þegar hann vitkast, opnast honum möguleikar til að vinna með alheimslögmálunum og hraða þannig þroska sínum og auðvelda hann til mikilla muna.
Þegar að því kemur að maðurinn stigur yfir mark mannlegrar fullkomnunar, er þroskastigi mannsins álíka miklu æðri og það er æðra þroskastigi dýranna. Þeir, sem náð hafa þeim þroska, eru fullnumar. Sumir fullnumar velja sér það starf að halda áfram að starfa í líkamsgervum mannsins meðal mannanna til þess að leiðbeina þeim og fræða. Þeir kallast meistarar.
Þrátt fyrir að mörg grundvallaratriði guðspekinnar og spíritisma séu lík þá eru guðspekisinnar andsnúnir einum af grundvallarþáttum spíritismans, nefnilega samskipti lifandi og dauðra. Guðspekin varar við miðilsfundum spíritista, að hluta til vegna þess að þeir geta komið í veg fyrir að hinn látni þroskist til æðri andlegra sviða og að hluta vegna hættunnar á að komast í snertingu við lægri anda sem gætu þóttst vera horfnir vinir og nýtt sér lífskraftinn frá miðlinum. Allar hugmyndir um að sérhæft fólk geti miðlað milli lifandi og dauðra eru fjarlægðar í kenningum guðspekisinna: „[...] svik „Fox girls “ fær okkur aðeins til að finna til nýrrar samúðar með öllum miðlum og staðfestir, frammi fyrir öllum heiminum, okkar stöðugu sannfæringu um að ekki sé hægt að treysta á neinn miðil.“ [6]
Margir listamenn og rithöfundar gerðust guðspekisinnar. Frægastur á Íslandi var án efa Þórbergur Þórðarson rithöfundur, mikið af verkum Gunnars Dal er nátengt guðspekinni. Af erlendum höfundum má nefna írska rithöfunduinn W. B. Yeats. Myndhöggvarinn Einar Jónsson var mikill guðspekisinni. Margir erlendir myndlistarmenn voru guðspekisinnar, má þar nefna rússneska málaran Wassily Kandinsky, hollendinginn Piet Mondrian og sænsku myndlistarkonuna Hilma af Klint.
Guðspekin barst til íslands um aldamótin 1900 frá Danmörku en fyrsta formlega guðspekistúkan var ekki stofnuð fyrr en 1912 í Reykjavík. Var Jón Aðils sagnfræðingur formaður stúkunar. Árið eftir varð félagið Systkinabandið á Akureyri formlega guðspekistúka. Heyrðu báðar stúkurnar undir danska og skandinavíska svæðisfélagið. Það var ekki fyrr en 1920 sem Guðspekifélag Íslands var stofnað sem sjálfstæð deild í alþjóðasambandinu Theosophical Society (Adyar). Guðfræðingurinn Jakob Kristinson var fyrsti formaður félagsins.
Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar var mikill áhugi á Íslandi fyrir Guðspeki og einnig spíritisma. Bæði meðal almennings, presta og annara framámanna.[7]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.