Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gjörhygli eða sati (sanskrít: स्मृति smṛti) er eitt af aðalhugtökunum í búddískum fræðum og er fólgið í meðvitund um eigin hugsanir, gerðir og langanir. Þar er gengið út frá því að rétt gjörhygli sé leiðin til frelsunar frá hringrás dauða og endurfæðingar. Það er sjöunda atriðið í átta vega leiðinni svonefndu sem er andleg iðkun sadhana og er samkvæmt hefðinni talið auka innsýn og visku.
Búdda setti fram leiðbeiningar um það hvernig á að öðlast gjörhygli fyrir 2500 árum, grunn til að öðlast gjörhygli. Sé gjörhygli beitt á réttan hátt beinir hún athyglinni að því sem er að gerast í andartakinu. Með því að dvelja meira í andartakinu fara iðkendur að sjá bæði innri og ytri þætti raunveruleikans.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.