From Wikipedia, the free encyclopedia
Góðtemplarahús Reykjavíkur (jafnan kallað Gúttó) var einlyft bárujárnsklætt timburhús sem stóð á uppfyllingu í Tjörninni sunnan við Alþingishúsið á horni Templarasunds og Vonarstrætis. Húsið var rifið 1968 og þar er nú bílastæði þingmanna.
Húsið var reist af Góðtemplarastúku Reykjavíkur og vígt 2. október 1887. 1890 var komið þar fyrir kassasviði og fóru leiksýningar þar fram, þar til Leikfélag Reykjavíkur tók til starfa í Iðnó 1897. Fjöldi annarra félagasamtaka hafði einnig aðstöðu í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Frá 1903 var bæjarstjórn Reykjavíkur með fundi í húsinu, en hún hafði áður komið saman í Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Síðasti bæjarstjórnarfundurinn sem haldinn var í húsinu var sá sem endaði með Gúttóslagnum 9. nóvember 1932.
Íslenska ríkið keypti húsið árið 1935, en templarar og önnur félagasamtök höfðu þó afnot af húsinu áfram. 1968 var húsið rifið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.