From Wikipedia, the free encyclopedia
Fáni Írlands (írska: bratach na hÉireann) er þjóðfáni Írska lýðveldisins. Hann samanstendur af þremur lóðréttum borðum í grænu, hvítu og applesínugulu. Hlutföll fánans eru 1:2. Græni liturinn vísar til kaþólsku trúarinnar, sá appelsínuguli til mótmælendatrúarinnar og sá hvíti á að tákna friðinn milli þeirra tveggja.[1]
Árið 1848 fékk Thomas Francis Meagher leiðtogi írskra sjálfstæðismanna fánann í gjöf frá hópi franskra kvenna sem studdu málstað Íra. Fáninn var þó ekki tekinn upp sem þjóðfáni fyrir Páskauppreisnina árið 1916 en þá dró Gearóid O'Sullivan stjórnmálamaður fánann að húni á þaki aðalpósthússins í Dublin. Fáninn var síðan tekinn upp af Írska lýðveldinu á Írska sjálfstæðisstríðinu (1919–1921). Hann varð svo að þjóðfána Írska fríríkisins og fékk opinbera stöðu í stjórnarskránni 1937.
Írskir þjóðernissinnar nota fánann alls staðar á eyjunni Írlandi, jafnvel á Norður-Írlandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.