From Wikipedia, the free encyclopedia
Frumherji hf. er fyrirtæki sem var stofnað þann 4. febrúar 1997 þegar ákveðið var að skipta upp starfsemi Bifreiðaskoðunar Íslands hf. Frumherji hf. er stærsta félag sinnar tegundar á Íslandi og hjá því starfa rúmlega 100 manns á um 30 stöðum á landinu öllu.
Árið 2001 keypti Frumherji tvær mælaprófunarstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar þjónustusamning fyrirtækjanna þar sem Frumherji tók að sér þjónustu við Orkuveituna á þessu sviði. Kaupverðið var 259 milljónir. [1] Árið 2007 keypti eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta allt hlutafé í Frumherja hf. og Frumorku ehf. [2] Í mars árið 2010 kom í ljós að Finnur hafði veðsett eignir Frumherja þannig að skuldir fyrirtækisins námu þá samtals 2,6 milljörðum króna.[3] Dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, Veiturnar, keypti um 150 000 vatns- og rafmagnsmæla af Frumherja árið 2015.[4]
Dótturfélag Frumherja er Hreinsibílar ehf. sem starfar að hreinsunum og fóðrun skólplagna.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.