Franska Miðbaugs-Afríka var nýlenda sem Frakkar stofnuðu í Mið-Afríku árið 1910. Nýlendan náði yfir Frönsku Kongó (síðar Vestur-Kongó) og Gabon, Oubangui-Chari (síðar Mið-Afríkulýðveldið), Tsjad og, eftir Fyrri heimsstyrjöld, Frönsku Kamerún (síðar Kamerún). Landstjórinn hafði aðsetur í Brazzaville en var með fulltrúa á hverju yfirráðasvæði fyrir sig.

Thumb
Kort sem sýnir Frönsku Miðbaugs-Afríku

Í Síðari heimsstyrjöld gengu öll yfirráðasvæðin nema Gabon til liðs við Frjálsa Frakka. Eftir stríð fékk nýlendan fulltrúa í franska þinginu. Árið 1958 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem íbúar kusu að gerast sjálfstæður hluti af Franska samveldinu. Í kjölfarið var nýlendunni skipt upp. Árið 1959 mynduðu löndin Mið-Afríkusambandið en það var lagt niður þegar þau fengu fullt sjálfstæði árið 1960.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.