frumefni með efnatáknið Fr og sætistöluna 87 From Wikipedia, the free encyclopedia
Fransín er frumefni með efnatáknið Fr og er númer 87 í lotukerfinu. Þetta er mjög geislavirkur alkalímálmur sem finnst í úran- og þóríngrýti.
Sesín | |||||||||||||||||||||||||
Fransín | Radín | ||||||||||||||||||||||||
|
Marguerite Perey frá Curie-stofnuninni í París uppgötvaði þetta frumefni, sem nefnt er eftir Frakklandi, árið 1939. Fransín er þyngsti alkalímálmurinn og verður til við alfahrörnun aktiníðs. Einnig er hægt að framleiða það með því að láta róteindir dynja á þóríni.
Þó að það verði til í náttúrunni í úrangrýti, er áætlað að einungis séu til um 30 grömm af fransíni í jarðskorpunni. Það er óstöðugast af fyrstu 101 frumefnunum og hefur hæstu jafngildu þyngd allra frumefna.
Þekkt er 41 samsæta af fransíni. Sú langlífasta, 223Fr, er dóttursamsæta 227Ac, hefur helmingunartíma upp á 22 mínútur og er eina samsæta fransíns sem finnst í náttúrunni. Allar samsætur fransíns eru gríðarlega óstöðugar og þess vegna hafa eingöngu verið hægt að mæla eiginleika þess með geislaefnafræðilegum hætti.
Örfáar myndir hafa verið teknar af fransíni en aðeins af litlu magni þess, mest 200.000 atómum í hvert sinn. Myndirnar voru teknar með því að fanga atómin og nota sérstaka flúrljómunarmyndavél.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.