Frönsku byltingarstríðin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Frönsku byltingarstríðin eða frönsku byltingarstyrjaldirnar voru röð átaka milli Fyrsta franska lýðveldisins og nokkurra evrópskra konungsríkja sem hófust í kjölfar frönsku byltingarinnar og stóðu í tíu ár, frá 1792 til 1802. Með nýjungum í hernaði og almennri herkvaðningu tókst franska byltingarhernum að vinna sigur á herjum hinna ýmsu hernaðarbandalaga sem beint var gegn þeim og vinna ný lönd í Niðurlöndum, Rínardal og Ítalíu.
Frönsku byltingarstríðunum er venjulega skipt í fyrsta bandalagsstríðið (1792-1797) og annað bandalagsstríðið (1798-1801) en Frakkland átti í samfelldu stríði við Bretland frá 1793 til 1802. Stríðinu lauk formlega með friðarsáttmálanum í Amiens 1802 en átök blossuðu aftur upp þegar Napóleonsstyrjaldirnar hófust árið eftir.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.