From Wikipedia, the free encyclopedia
Fornyrðislag er forn bragarháttur og einn Edduhátta, elstu bragarhátta íslensks kveðskapar.[1] Líkt hinum Edduháttunum er fornyrðislag órímað og byggist á strangri stuðlasetningu. Annar edduháttur, málaháttur er nauðalíkur fornyrðislagi og virðist sem þeim tveim sé stundum blandað saman. Af fornyrðislagi þróaðist kviðuháttur, en hann er reglulegri en edduhættirnir (sjá t.d. Sonatorrek). Fornyrðislag var endurvakið á Íslandi á 18. og 19. öld fyrir áhrif rómantísku stefnunnar.
Hver braglína fornyrðislags hefur tvö ris en breytilegan fjölda áherslulausra atkvæða. Stuðlasetning tengir saman tvær og tvær línur en rím er ekkert. Línufjöldi var upphaflega breytilegur en varð síðan átta línur.
Dæmi úr Völuspá:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.