Equal Rights Amendment
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Equal Rights Amendment (ERA) er tillaga til viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna sem kveður á um jafnrétti kynjanna og bannar alla mismunun á grundvelli kyns í lögum alríkisins eða fylkjanna. Tillagan var samþykkt af Bandaríkjaþingi 1972, og send til afgreiðslu löggjafarþinga fylkjanna. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf þrjá fjórðu hluti fylkja (38 af 50) að samþykkja tillögu að stjórnarskrárbreytingum til að þær öðlist gildi. Á árunum 1972-77 samþykktu 35 fylki viðaukann, flest á árunum 1972-73. Á árunum 1974-77 drógu þing fjögurra fylkja fyrri samþykkt sína baka.[1] Frá aldamótum hafa þrjú fylki til viðbótar viðaukann.[2] Lagaleg staða tillögunnar er hins vegar óljós, því samkvæmt lögum frá 1972 gaf Bandaríkjaþing fylkjunum aðeins frest til ársins 1979 til að samþykkja viðaukann. Lögskýrendur greinir á um hvort sú dagsetning sé bindandi, og því hvort hægt sé að endurvekja tillöguna. Sömu leiðis eru skiptar skoðanir um hvort fylki geti dregið fyrri samþykkt á stjórnarskrárbreytingu til baka.[3]
Rætur viðaukans má rekja til annars áratugs tuttugustu aldar og þegar komið var á fjórða áratuginn, sýndu báðir ráðandi flokkar Bandaríkjaþings, Demókratar og Republikanar, honum stuðning. Engu að síður, þegar kom að því að hann var fyrst tekinn fyrir á þingi árið 1947, andmæltu báðir flokkarnir viðaukanum og unnu gegn lagasetningunni með þeim rökum að hún myndi veit konum sérstaka vörn.[4]
Tillagan var endurvakin á sjöunda áratugnum af femínistum sem töldu hann eðlilegt framhald mannréttindabaráttu sjöunda áratugarins. Viðaukinn naut þverpólítísks stuðnings. Richard Nixon studdi meðal annars tillöguna.[4] Margir í grasrót Repúblíkanaflokksins, sérstaklega í röðum evangelista og kristinna íhaldsmanna voru hins vegar mjög andsnúnir viðaukanum sem þeir töldu að græfi undan hefðbundnum fjölskyldugildum.[5] Leiðtogar kristinna íhaldsmanna, þar á meðal sjónvarpspredíkararnir Jesse Helms og Jerry Falwell beittu sér af krafti gegn ERA og þrýstu á stjórnmálamenn að hafna honum. Mikilvægasti drifkrafturinn í baráttunni gegn ERA var Phillis Scharfly sem stýrði fjöldahreyfingu íhaldssamra kvenna.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.