lengsta fljót í þýska sambandsríkinu Slésvík-Holtsetalandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Egða (danska: Ejderen; þýska: Eider) er fljót sem myndar söguleg landamæri milli hertogadæmanna Slésvíkur og Holsetalands. Á miðöldum markaði áin landamæri Danmerkur og Þýskalands.
Egða er um 180 kílómetra löng og er lengsta fljót í þýska sambandsríkinu Slésvík-Holtsetalandi. Upptök hennar eru sunnan við Kíl og þaðan rennur hún bugðótta leið út í Norðursjó. Hún rennur í gegnum bæina Bordesholm, Kíl, Rendsborg, Friedrichstadt og Tönning. Á 110 kílómetra kafla er hún skipgeng þar eð hún er hluti af Egðuskurðinum og Kílarskurðinum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.