Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992, oftast nefnd EM 1992, var í níunda skiptið sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið var haldið í Svíþjóð á dögunum 10. til 26. júní 1992. Mótið er haldið fjórða hvert ár á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þetta var síðasta mótið þar sem aðeins átta lið taka þátt í lokamótinu. Júgóslavía komst áfram í lokakeppnina en var síðar meinuð þátttaka vegna stríða í landinu. Í stað þeirra spilaði landslið Danmerkur sem svo unnu mótið í úrlitaleik gegn Þýsklandi. Þetta var fyrsti titill Danmerkur í keppninni.

Aðdragandi og skipulag

Svíar og Spánverjar föluðust eftir að halda keppnina. Framkvæmdastjórn UEFA valdi Svíþjóð og var það talið mæla gegn spænska framboðinu að Sumarólympíuleikarnir 1992 og heimssýningin í Sevilla fóru fram sama ár.

Þetta var síðasta úrslitakeppnin með aðeins átta þátttökuliðum og jafnframt síðasta keppnin þar sem tvö stig voru gefin fyrir sigur í stað þriggja. Einnig var þetta síðasta stórmótið í knattspyrnu þar sem markverðir máttu handleika knöttinn eftir sendingu frá samherja.

Úrslit

Átta lið kepptu í úrslitakeppninni. Þeim var skipt upp í tvo fjögurra liða riðla. Efstu tvö lið hvors um sig komust í undanúrslit.

Riðill 1

Heimamenn Svíar fóru sannfærandi upp úr riðlinum með tveimur sigrum og jafntefli. Danir virtust vonlitlir fyrir lokaumferðina með aðeins eitt stig en unnu óvæntan sigur á Frökkum og tryggðu sér hitt sætið í undanúrslitum. Frammistaða Englendinga olli vonbrigðum.

Nánari upplýsingar Sæti, Lið ...
Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1Svíþjóð321042+25
2Danmörk31112203
3Frakkland302232-12
4England302112-12
Loka
10. júní 1992
Svíþjóð 1:1 Frakkland Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 29.860
Dómari: Alexey Spirin, Samveldi sjálfstæðra ríkja
J. Eriksson 24 Papin 58
11. júní 1992
Danmörk 0:0 England Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 26.385
Dómari: Tullio Lanese, Ítalíu
14. júní 1992
Frakkland 0:0 England Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 26.535
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi
14. júní 1992
Svíþjóð 1:0 Danmörk Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 29.902
Dómari: Aron Schmidhuber, Þýskalandi
Brolin 58
17. júní 1992
Svíþjóð 2:1 England Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 30.126
Dómari: José Rosa dos Santos, Portúgal
J. Eriksson 51, Brolin 82 Platt 4
17. júní 1992
Frakkland 1:2 Danmörk Malmö leikvangurinn, Malmö
Áhorfendur: 25.763
Dómari: Hubert Forstinger, Austurríki
Papin 60 Larsen 8, Elstrup 78

Riðill 2

Thomas Häßler bjargaði Þjóðverjum fyrir horn með því að jafna á lokamínútunni gegn liði Samveldisins, sem gerði einnig jafntelf jafntefli við Hollendinga í næsta leik. Skotar komu á óvart og skelltu Samveldinu 3:0 í lokaleiknum með þeim afleiðingum að Holland og Þýskaland hirtu tvö efstu sætin í riðlinum.

Nánari upplýsingar Sæti, Lið ...
Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1Holland321041+35
2Þýskaland31114403
3Skotland31023302
4Samveldi sjálfstæðra ríkja302114-32
Loka
12. júní 1992
Holland 1:0 Skotland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 35.720
Dómari: Bo Karlsson, Svíþjóð
Bergkamp 75
12. júní 1992
Samveldi sjálfstæðra ríkja 1:1 Þýskaland Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 17.410
Dómari: Gérard Biguet, Frakklandi
Dobrovolski 64 (vítasp.) Häßler 90
15. júní 1992
Skotland 0:2 Þýskaland Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 17.638
Dómari: Guy Goethals, Belgíu
Riedle 29, Effenberg 47
15. júní 1992
Holland 0:0 Samveldi sjálfstæðra ríkja Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 34.440
Dómari: Peter Mikkelsen, Danmörku
18. júní 1992
Holland 3:1 Þýskaland Ullevi leikvangurinn, Gautaborg
Áhorfendur: 37.725
Dómari: Pierluigi Pairetto, Ítalíu
Rijkaard 4, Witschge 15, Bergkamp 72 Klinsmann 53
18. júní 1992
Skotland 3:0 Samveldi sjálfstæðra ríkja Idrottsparken, Norrköping
Áhorfendur: 14.660
Dómari: Kurt Röthlisberger, Svissi
McStay 7, McClair 16, McAllister 84 (vítasp.)

Úrslitakeppnin

Undanúrslit

21. júní 1992
Svíþjóð 3:2 Þýskaland Råsunda Stadium, Solna
Áhorfendur: 28.827
Dómari: Tullio Lanese, Ítalíu
Brolin 64 (vítasp.), K. Andersson 89 Häßler 11, Riedle 59, 88
22. júní 1992
Holland 2:2 (6:7 e.vítake.) Danmörk Ullevi, Gautaborg
Áhorfendur: 37.450
Dómari: Emilio Soriano Aladrén, Spáni
Bergkamp 23, Rijkaard 86 Larsen 5, 33

Úrslitaleikur

26. júní 1992
Danmörk 2:0 Þýskaland Ullevi, Gautaborg
Áhorfendur: 37.800
Dómari: Bruno Galler, Sviss
Jensen 18, Vilfort 78

Heimildir

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.