Evrópukeppnin í knattspyrnu 1964, oft nefnd EM 1964, var í annað skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur farið fram. Keppni fór fram á Spáni dagana 17. til 21. júní 1964 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Landslið Spánar unnu sinn fyrsta titil í keppninni eftir sigur á Sóvetríkjunum í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu. Þjálfari liðsins var José Villalonga. Í þriðja sæti var lið Ungverjalands með sigri í framlengingu gegn Danmörku.

Undankeppni

Alls tóku 28 þjóðir þátt í undankeppninni sem fram fór á árunum 1962-64. Var það mikil fjölgun frá því sem verið hafði fjórum árum fyrr. Vestur-Þjóðverjar og Skotar tóku þó ekki þátt. Leikið var mað útsláttarfyrirkomulagi.

Frakkar slógu Englendinga út í fyrstu umferð og Búlgarir lögðu Portúgali að velli í oddaleik.

Í sextán liða úrslitum voru mörg spennandi einvígi. Frakkar unnu Búlgari, Sovétmenn slógu Ítali úr leik og Spánverjar unnu Norður-Íra 2:1 í Belfast eftir að hafa einungis gert jafntefli á heimavelli. Óvæntustu úrslitin voru þó sigur Lúxemborgar á Hollandi, sem enn í dag teljast bestu úrslit í sögu landsliðs þeirra.

Litlu mátti muna að Lúxemborg kæmist í úrslitakeppnina en Danir höfðu betur eftir oddaleik. Ungverjar unnu Frakka í tveimur leikjum, Sovétmenn slógu út Svía og Spánverjar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Íra í fjórðungsúrslitum.

Þátttaka Íslands

Ísland skráði sig til leiks í fyrsta sinn. Mótherjarnir voru Írar. Ríkharður Jónsson skoraði tvívegis í 4:2 tapi á útivelli í fyrri leiknum. Seinni leiknum á Laugardalsvelli lauk með 1:1 jafntefli.

Úrslitakeppni

 
UndanúrslitÚrslit
 
      
 
17. júní
 
 
Spánn (e. framl.)2
 
21. júní
 
Fáni Ungverjalands Ungverjaland1
 
Spánn2
 
17. júní
 
Sovétríkin1
 
Danmörk0
 
 
Sovétríkin3
 
Þriðja sæti
 
 
20. júní
 
 
Fáni Ungverjalands Ungverjaland (e. framl.)3
 
 
Danmörk1

Undanúrslit

17. júní 1964
Spánn 2-1 (e.framl.) Ungverjaland Santiago BernabéuMadrid
Áhorfendur: 34.713
Dómari: Arthur Blavier, Belgíu
Pereda 35, Amancio 1112 Bene 84
17. júní 1964
Danmörk 0-3 Sovétríkin Camp NouBarcelona
Áhorfendur: 38.556
Dómari: Concetto Lo Bellot, Ítalíu
Voronin 19, Ponedelnik 40, Ivanov 87

Bronsleikur

20. júní 1964
Ungverjaland 3-1 (e.framl.) Danmörk Camp NouBarcelona
Áhorfendur: 3.869
Dómari: Daniel Mellet, Svissi
Bene 11, Novák 107 (vítasp.), 110 Bertelsen 82

Úrslitaleikur

21. júní 1964
Spánn 2-1 Sovétríkin Santiago BernabéuMadrid
Áhorfendur: 79.115
Dómari: Arthur Holland, Englandi
Pereda 6, Martínez 84 Khusainov 8

Heimildir

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.