Remove ads
frumefni í flokki 18 From Wikipedia, the free encyclopedia
Eðallofttegundir (einnig eðalgastegundir eða eðalgös) er heiti yfir safn frumefna í 18. efnaflokki lotukerfisins. Þessi efnaflokkur inniheldur helín, neon, argon, krypton, xenon og radon. Þessar lofttegundir voru áður fyrr flokkaðar sem óvirkt gas, en það hugtak er ekki alveg rétt því að sum þeirra taka þátt í efnahvörfum og mörg efnasambönd þeirra hafa fundist.
Flokkur → ↓ Lota |
8 |
1 | 2 He |
2 | 10 Ne |
3 | 18 Ar |
4 | 36 Kr |
5 | 54 Xe |
6 | 86 Rn |
Sökum óhvarfgirni þeirra voru eðallofttegundir ekki uppgötvaðar fyrr en árið 1868 þegar helín var uppgötvað, með litrófsrita, í sólinni. Einangrun helíns á jörðu beið þar til ársins 1895. Eðallofttegundirnar hafa mjög veika aðdráttarkrafta milli atóma, og þar af leiðandi mjög lágan bræðslupunkt og suðupunkt. Það útskýrir hvers vegna þau eru öll í gasformi undir eðlilegum kringumstæðum, jafnvel þau sem hafa meiri atómmassa en mörg fastra efna.
Í öllum eðallofttegundum eru s og p rafeindahvelin fullsetin (það er, 8 rafeindir á ysta hveli) og mynda þau þar af leiðandi ekki efnasambönd auðveldlega. Er atómin verða stærri er neðar í flokknum dregur, verða þau eilítið hvarfgjarnari. Sýnt var fram á árið 1962 að xenon getur bundist flúori til að mynda efnasamböndin XeF2, XeF4 og XeF6. Radon hefur einnig bundist flúori til að mynda radon-flúrsalt (RnF) sem í föstu formi glóir með gulum bjarma.
Krypton getur einnig bundist flúori til að mynda KrF2 og skammlífar örvaðar tvíliður (enska: excimer) af Xe2 og eðalgas-halíðum eins og XeCl eru notaðar í örvaða tvíliðuleysa. Uppgötvun argonflúrsalts (ArF2) var tilkynnt árið 2003.
Árið 2002 voru uppgötvuð efnasambönd þar sem úran binst argoni, kryptoni eða xenoni. Þetta bendir til þess að eðallofttegundir gætu myndað efnasambönd með málmum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.