From Wikipedia, the free encyclopedia
Díogenes eða Díógenes (á forngrísku Διογένης ὁ Σινωπεύς, Diogenes ho Sinopeus; um 412 f.Kr. eða 404 f.Kr. – 323 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur af skóla hundingja frá borginni í Sínópu (núna Sinop í Tyrklandi). Díogenes er einna þekktastur fyrir að hafa búið í tunnu og fyrir að hafa svarað Alexander mikla, þegar sá hinn sami spurði hann hvort hann gæti gert eitthvað fyrir hann: „Já, skyggðu ekki á sólina“ (eða „Stígðu frá sólinni“).
Díogenes | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | um 412 f.Kr. eða 404 f.Kr. |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Fornaldarheimspeki |
Skóli/hefð | Hundingjar |
Helstu viðfangsefni | siðfræði |
Díogenes fluttist ungur til Aþenu þar sem hann gerðist samkvæmt sumum heimildum nemandi Antisþenesar.
Díogenes kenndi að maður skyldi lifa lífinu í samræmi við náttúruna og af þeim sökum ætti maður að virða að vettugi samfélagslegar reglur en stunda strangt meinlætalíf.[1]
Sumar heimildir greina frá því að Díogenes hafi látið eftir sig ýmis ritverk, þar á meðal bókmenntaverk en ekkert er varðveitt af þeim.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.