Daldónar, ógn og skelfing Vestursins
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Daldónar, ógn og skelfing Vestursins (franska: Les Cousins Dalton) eftir Maurice de Bevere (Morris) og René Goscinny er 12. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1958, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval (f. Le Journal de Spirou) á árinu 1957.
Dalton bræðurnir Jobbi, Vibbi, Kobbi og Ibbi (Ívar) eru yngri frændur hinna alræmdu Dalton bræðra, sem Lukku Láki kom fyrir kattarnef í bókinni Eldri Daldónar, og hafa svarið þess eið að koma fram hefndum. Þeir þrá ekkert heitar en að verða frægir óbótamenn eins og frændur sínir, en tilraunir þeirra til að hasla sér völl sem slíkir fara jafnan út um þúfur. Þeir finna Lukku Láka á krá í bænum Drápuhlíð (e. Killer Gulch) í Texas, en fljótt kemur í ljós að þeir hafa lítið í Láka að gera. Þeir bjóða Láka þá að slást í lið með sér og hann samþykkir það til þess að geta afstýrt frekari illvirkjum. Þannig tekst Láka að spilla fyrir tilraunum Daldónanna til bankarána. Þegar Daldónarnir komast að því að þeir hafa verið plataðir ákveða þeir að koma Láka fyrir kattarnef og skipta liði. Eftir að Ibba, Kobba og Vibba mistekst ætlunarverkið og eru handsamaðir af Lukku Láka kemur til lokauppgjörs við elsta bróðurinn Jobba í bænum Skollagili (e. Coyote Gulch).
Daldónar, ógn og skelfing Vestursins var gefin út af Fjölva árið 1978 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er sjötta bókin í íslensku ritröðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.