Remove ads

Kytrusveppir (latína: Chytridiomycota) eru skipting sveppa. Latneska heitið er dregið af gríska χυτρίδιον khytridion, sem þýðir "lítill pottur" og á við um lögun gróhirslunnar sem geymir bifgróin.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Flokkar og ættbálkar ...
Kytrusveppir
Thumb
Kytrusveppasýking á kartöflum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kytrusveppir (Chytridiomycota)
Flokkar og ættbálkar
  • Chytridiomycetes
    • Chytridiales
    • Cladochytriales
    • Rhizophydiales
    • Polychytriales
    • Spizellomycetales
    • Rhizophlyctidales
    • Lobulomycetales
    • Synchytriales
    • Polyphagales
  • Mesochytriomycetes
    • Gromochytriales
    • Mesochytriales
  • Monoblepharidomycetes
    • Monoblepharidales
    • Harpochytriales
  • Hyaloraphidiomycetes
    • Hyaloraphidiales
  • Sanchytriomycetes[1]
    • Sanchytriales
Loka

Kytrusveppir eru talsvert ólíkir öðrum sveppum að mörgu leyti en þeir eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum sveppum, til dæmis að mynda frumuvegg úr kítíni, þeir hafa baklæga svipu sem þeir nota til að synda, þeir soga upp næringuna sína, nota glýkógen sem forðanæringu og geta myndað lýsín með sérstöku nýsmíðunarferli (AAA-ferli).[2][3]

Kytrusveppir eru rotverur. Þeir geta brotið niður tormeltanleg efni eins og kítín, sem finnst í frumuveggjum sveppa og í skeljum liðdýra, og keratín sem finnst í hári, hornum, nöglum og húð ýmissa hryggdýra, og geta því stundum verið sníklar.[4] Rannsóknir á kytrusveppum stórjukust eftir að upp komst að kytrusveppurinn Batrachochytrium dendrobatidis orsakaði hrun í stofnum fjölda froskdýra og olli jafnvel útdauða sumra.[5][6]

Remove ads

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads