Charles Fourier

From Wikipedia, the free encyclopedia

Charles Fourier
Remove ads

François Marie Charles Fourier (7. apríl 1772 – 10. október 1837) var franskur heimspekingur, hagfræðingur og rithöfundur. Hann er þekktur sem einn helsti hugmyndasmiður útópísks sósíalisma á 19. öld og hafði áhrif á þróun sósíalískra hugmynda í Evrópu. Hugmyndir hans snerust um að byggja samfélag á samvinnu og samhyggð til að draga úr fátækt og félagslegum vandamálum.

Thumb
Charles Fourier (1772–1837)

Fourier lagði einnig áherslu á jafnrétti kynjanna og er sagður hafa kynnt hugtakið femínismi (fr. féminisme). Hann taldi að kynhneigð væri náttúrulegur og jákvæður hluti mannlegrar tilveru og ætti að líta á hana sem hvöt fremur en sem siðferðislega synd.[1]

Fourier var afkastamikill höfundur og skrifaði rit sem þóttu bæði frumleg og umdeild. Hann hafði áhrif á síðari hugsuði á borð við Karl Marx og Friedrich Engels, sem tóku þó gagnrýna afstöðu til margra hugmynda hans.[2]

Remove ads

Ævi og bakgrunnur

Charles Fourier fæddist í Besançon í Frakklandi árið 1772. Faðir hans var vel stæður kaupmaður, og ætluðu foreldrar hans honum að taka við fjölskyldufyrirtækinu. Fourier hafði þó lítinn áhuga á viðskiptum og lýsti síðar andúð sinni á kapítalísku hagkerfi sem byggði á gróðasókn og samkeppni.[3]

Hann hlaut menntun í heimabæ sínum og stundaði síðar ýmis störf sem ritari og bókari í verslunum og á skrifstofum. Á þessum árum varð hann vitni að frönsku byltingunni og átökunum sem henni fylgdu, sem mótuðu pólitískar og félagslegar hugmyndir hans.[4]

Fourier bjó lengst af í París og helgaði sig ritstörfum. Hann átti erfitt með að lifa af skrifunum einum saman og lifði oft við fátækt, en hélt áfram að þróa kenningar sínar um samfélag og framtíðarsýn. Hann giftist aldrei og átti engin börn, heldur einbeitti sér að hugmyndavinnu sinni allt til dauðadags árið 1837 í París.[3]

Remove ads

Fræðileg framlög

Eftir Fourier liggur gríðarlegur fjöldi handrita sem hafa verið gefin út eftir dauða hans. Hann gaf út þrjú mikil rit á árunum 1808-1829 þar sem hann setti fram hugmyndir sínar um samfélagsbreytingar og framtíðarsýn.

  • Théorie des quatre mouvements et des destinées générales (Kenningin um fjóra hreyfingar og almenn örlög, 1808) var fyrsta stóra rit hans. Þar kynnti hann grundvallarhugmyndir sínar um mannlega þróun og samfélag, og hélt því fram að samfélög fylgdu ákveðnum hringrásum sem gætu endað í friðsælu jafnvægi.[5]
  • Traité de l'association domestique-agricole (Ritgerð um félagslegt og landbúnaðarlegt samlíf, 1822) fjallaði um hvernig mætti sameina landbúnað og iðnaður í skipulögðum samfélagsbúðum eða phalanstères.[6]
  • Le Nouveau Monde industriel et sociétaire (Nýi iðnaðar- og félagsheimurinn, 1829) var eitt þekktasta verk hans. Þar lýsti hann í smáatriðum skipulagi samfélagsins sem hann kallaði fram á sjónarsviðið, með nákvæmum útfærslum á vinnuskipan, menntun og félagslífi.[7]
Remove ads

Hugmyndir og framlög

Fourier er þekktastur fyrir hugmynd sína um svokallaðar phalanstères, eða samfélagsbúðir, sem áttu að hýsa um 1.600 einstaklinga í sjálfbæru samfélagi þar sem landbúnaður, iðnaður og þjónusta mynduðu eina heild. Hver samfélagsbúð átti að vera bæði heimili og vinnueining, með sameiginleg eldhús, matsali, vinnurými og íbúðir sem endurspegluðu stöðu og framlag einstaklingsins. Íbúarnir myndu skipuleggja störf sín í svokallaða „ástríðuhópa“, þar sem fólk sameinaðist út frá áhuga sínum og hæfileikum.

Hver samfélagsbúð átti að vera bæði heimili og vinnueining með sameiginlegum eldhúsum, matsölum, vinnurýmum og íbúðum sem endurspegluðu framlag einstaklingsins. Íbúarnir myndu skipuleggja störf sín í svokallaða „ástríðuhópa“, þar sem fólk sameinaðist út frá áhuga sínum og hæfileikum. Með þessu vildi Fourier tryggja að vinnan yrði fjölbreytt, ánægjuleg og samræmd náttúrulegum hvötum fólks fremur en þvingun. Hver hópur myndi sinna ákveðnum verkefnum, til dæmis í landbúnaði, matargerð, handverki eða fræðastörfum, og einstaklingar gátu tekið þátt í fleiri en einum hópi yfir daginn. Með þessu vildi Fourier tryggja að vinnan yrði fjölbreytt og ánægjuleg í stað þess að vera þvinguð eða leiðinleg. Með þessu vildi Fouriers endurskilgreina vinnu sem uppsprettu ánægju frekar en kvöð. Með þessu mætti uppræta vansæld og leiðindi og skapa hvata fyrir fólk til að leggja hart að sér.

Fourier sá fyrir sér að samfélagsbúðirnar yrðu að mestu sjálfbærar einingar þar sem arði væri skipt milli þátttakenda eftir vinnuframlagi, fjármagnseign og hæfileikum. Hann taldi að slík skipan myndi sameina einstaklingshvata og sameiginlega velferð, og skapa samfélag byggt á samvinnu fremur en samkeppni. Hann lagði jafnframt áherslu á jafnrétti kynjanna og trúði því að með þessu fyrirkomulagi mætti uppræta fátækt, leiðindi og óréttlæti í samfélaginu. Hann lagði mikla áherslu á að mannlegar tilfinningar og ástríður væru náttúrulegar og ættu að fá útrás í samfélaginu. Ólíkt mörgum samtímamönnum sínum taldi hann að þær væru ekki uppspretta syndar heldur jákvæður hvati sem gæti styrkt samfélagið.[8][9]

Fourier setti einnig fram hugmyndir um alþjóðlegt viðskiptafrelsi og hélt því fram að ríki ættu að eiga í friðsamlegum samskiptum á grundvelli samvinnu frekar en átaka. Hann trúði því að með tímanum gætu ríki myndað hnattrænt samfélag sem tryggði öllum manneskjum jafnan aðgang að auðlindum jarðar.[10]

Í kenningum hans má einnig finna frumstæðan umhverfishyggju tón. Hann taldi að rétt skipulag samfélagsins gæti jafnvel haft áhrif á náttúruna sjálfa, og hélt því fram að í fullkomnu samfélagi myndi hafið missa seltu sína og breytast í drykkjarhæft vatn.[11] Slíkar hugmyndir þóttu undarlegar og voru oft gagnrýndar, en sýna jafnframt frumleika hans og ímyndunarafl.

Remove ads

Kenningar Fourier í framkvæmd

Á þriðja og fjórða áratug 19. aldar reyndu fylgismenn Fouriers að stofna til svokallaðra Fourierist samfélaga bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum, þar á meðal á Brook Farm í Massachusetts. Þessar tilraunir sýna hve sterkt aðdráttarafl hugmyndanna var á umbótasinna í Evrópu og Norður-Ameríku. Flest þessara samfélaga liðu undir lok eftir skamman tíma. Tilraunirnar mistókust flestar vegna fjarskorts, skipulagsvanda og ágreinings innan hópanna, sem margir töldu staðfesta veikleika þeirra.[12]

Margir samtímamenn hans litu á þær sem of hugsjóna­kenndar og óraunhæfar í framkvæmd. Gagnrýnendum fannst Fourier hafa gert ráð fyrir að mannlegar hvatir og samkennd væru nægar til að tryggja sátt og samvinnu, án þess að taka nægilegt tillit til valdaójafnvægis eða ágreinings milli einstaklinga.[12]

Remove ads

Arfleið

Þó framkvæmd hugmynda Fourier hafi steytt á skeri lifðu þær og höfðu margvísleg áhrif á þróun sósíalískrar hugsunar á 19. öld. Þær veittu innblástur til frekari umræðu um félagslegt réttlæti, vinnuskipulag og jafnrétti kynjanna. Fourier hafði óbein áhrif á Karl Marx og Friedrich Engels, sem tóku upp sum hugtök úr kenningum hans en gagnrýndu hann jafnframt fyrir að treysta of mikið á siðferðileg rök og tæki ekki á misskiptingu auðsins sem væri uppspretta eymdar, ekki skortur á andlegri lífsfyllingu, líkt og Fourier færði rök fyrir.[13]

Hagfræðingurinn Robert Heilbroner sem skrifað hefur um sögu hagfræðinnar telur að áhersla Fouriers á hamingju og jafnvægi í mannlegum samskiptum hafi verið bæði róttæk og einlæg, þó margir hafi síðan gagnrýnt hann fyrir barnalega trú á eðlisgóða manneskju.[9] Mistök Fourier hafi verið að vanmeta raunveruleg átök og félagslegar spennur í samfélaginu, sem gerði þær erfitt að framkvæma í reynd.[14] Þó hugmyndir hans hafi ekki orðið að veruleika í þeirri mynd sem hann lýsti, höfðu þær samt haft djúp áhrif á þróun útópískrar hugsunar og síðar samvinnuhreyfingar á 19. öld.[15]

Á 20. öld hafa félagsfræðingar og hugmyndasagnfræðingar séð í hugmyndum Fouriers forvera að straumum eins og umhverfishyggju, femínisma og lýðræðislegri þátttöku í efnahagslífi. Í dag er Fourier minnst bæði fyrir frumleika sinn og fyrir að hafa lagt grunn að umræðu um framtíðarsýn samfélagsins sem heldur áfram að vekja áhuga.[13]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads