Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
François Marie Charles Fourier (7. apríl 1772 – 10. október 1837) var franskur heimspekingur og rithöfundur. Hann er einn af mikilvægustu frumherjum og stofnendum útópísks sósíalisma og trúði því að það væri hægt að skapa hið fullkomna samfélag sem byggðu á samhyggð og samvinnu, og þannig útrýma öllum samfélagslegum vandamálum, fátækt og eymd. Hann var mikill áhugamaður um jafnrétti kynjanna. Fourier bjó meðal annars til hugtakið femínismi, (f. féminisme) en notaði það þó ekki alveg í þeim tilgangi sem orðið er notað í dag.[1] Fourier taldi að kynhneigðin væri ein af grundvallarhvötum mannsins, og að rétt virkjuð væri hún jákvæður hvati, frekar en uppspretta syndar. Fourier var bæði afkastamikill og skapandi höfundur, og stílbrögð hans bæði ögrandi og frumleg.[2]
Fourier hafði mikil áhrif á hugmyndir um útópískan sósíalisma og síðar anarkisma. Framlag hans liggur í ítarlegri og hugmyndafræðilegri sýn á samkenndarfullt samfélag, laust við ójöfnuð og kúgun. Lagði hann til að búa til samfélag byggt á samvinnu, skipulagt í deildir (f. phalenstéres), þar sem auður hvers byggðist á framlagi hans til samfélagsins. Samkvæmt kenningum Fourier er maðurinn knúinn áfram af 12 grundvallarhvötum, sem leiddu til 810 ólíkra manngerða, út frá því hvernig þessir hvatar birtust. Hver og ein manngerð væri nauðsynleg til að samfélagið væri heilbrigt, og því þyrfti hver "deild" samfélagsins að telja 1,620 einstaklinga. Deildirnar ættu svo að senda fulltrúa sína á þing, sem réði ráðum samfélagsins.
Auður, að hans mati, var skapaður með framleiðslu, meðan viðskipti sköpuðu engan auð, þó þau gætu verið leið til að safna auð. Viðskipti væru á endanm fyrst og fremst uppspretta eymdar. Hið útópíska samfélag Fourier var sjálfbært, einkenndist af jöfnuði og jafnrétti.[3] Útópísk samfélög sem voru innblásin af hugmyndum Fourier voru stofnuð bæði í Evrópu og Norður Ameríku.
Þótt margar hugmyndir hans hafi aldrei orðið að veruleika, þá mótaði fræðilegt framlag hans hugmyndir um útópíska sósíalisma og hvatti síðari kynslóðir til að reyna jafnréttissinna samfélögin. Fourier hafði mikil áhrif á hugmyndir samtímananna sinna um jafnrétti kynjanna, réttindi kvenna og barna, auk hugmynda um uppeldi og menntun.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.