From Wikipedia, the free encyclopedia
Samtök um gagnkvæma efnahagsaðstoð oftast nefnt COMECON á íslensku (úr ensku: Council for Mutual Economic Assistance; rússneska: Совет экономической взаимопомощи, Sovjet ekonomítsjeskoj vsaímopomossji) var efnahagsbandalag kommúnistaríkja á tímum Kalda stríðsins. Bandalagið var stofnað 1949 sem svar Austurblokkarinnar við Efnahags- og framfarastofnuninni sem var stofnuð árið áður. Aðild var lengst af bundin við Sovétríkin og kommúnistaríkin í Austur- og Mið-Evrópu en 1972 fékk Kúba inngöngu og 1978 Víetnam. Önnur kommúnistaríki áttu sum áheyrnarfulltrúa á þingum samtakanna. Eftir byltingarárið 1989 var COMECON varla til nema að nafninu og á síðasta fundi samtakanna 28. júní 1991 var samþykkt að leggja þau niður.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.