Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Austurblokkin eða Sovétblokkin var hugtak sem notað var yfir kommúnistaríkin í Austur-Evrópu, þar á meðal aðildarríki Varsjárbandalagsins auk Júgóslavíu og Albaníu sem rufu tengsl sín við Sovétríkin 1948 og 1960. Austurblokkin myndaðist eftir sókn Sovétmanna inn í Evrópu í Síðari heimsstyrjöldinni og baráttu andspyrnuhreyfinga gegn leppstjórnum og hernámsstjórnum fasista og nasista. Flest ríkin í Austurblokkinni voru leppríki Sovétríkjanna og bæði stjórnmálum, fjölmiðlun, landamæravörslu og efnahagslífi var stjórnað þannig að þau samrýmdust fyrirmælum og hagsmunum Moskvuvaldsins.
Járntjaldið kallaðist ímynduð landamæri, sem skildu að Austurblokkina og Vestur-Evrópu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.