Blæösp
From Wikipedia, the free encyclopedia
Blæösp (fræðiheiti: Populus tremula) er tré af víðisætt, en heimkynni hennar er Mið- og Norður-Evrópa og Asía. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæösp orðið 10-25 metra há, en er hæst 13 metra á Íslandi. Vegna beitar vex hún þar oftast sem runni sem vex út frá rótarskotum, einkum í móum og kjarrlendi. Laufblöðin eru stilklöng og breytileg í laginu á sömu plöntunni, oft kringlótt eða egglaga. Fullorðin tré mynda mörg rótarskot með tímanum.
Blæösp | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Populus tremula L. | ||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði | ||||||||||||||||
Blæöspin er hægvaxta tré sem þrífst best á hlýjum og skjólsömum stöðum í vel ræstum og sendnum jarðvegi og virðist þola illa samkeppni við öflugan grasvöxt.[1]
Súlublæösp (P. tremula erecta) er mjótt afbrigði hennar sem fannst í Suður-Svíþjóð og er notað sem skrauttré víða.
Blæösp er skyld hinni norð-amerísku nöturösp (P. tremuloides).
Tenglar
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.