From Wikipedia, the free encyclopedia
Björn Þorvaldsson (um 1190 – 17. júní 1221) var íslenskur goðorðsmaður á Sturlungaöld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Þorvaldar Gissurarsonar og fyrri konu hans, Jóru dóttur Klængs Þorsteinssonar biskups.
Björn kvæntist Hallveigu Ormsdóttur og bjuggu þau fyrst á Stokkseyri en fluttu á Breiðabólstað í Fljótshlíð vorið 1219, eftir að Ormur Breiðbælingur faðir Hallveigar var drepinn í Vestmannaeyjum. Björn þótti efnilegur höfðingi en var ákafamaður í skapi. Þegar Snorri Sturluson kom heim frá Noregi 1220 kastaðist í kekki með þeim Birni og sakaði Björn Snorra um að standa í vegi fyrir því að Norðmenn bættu fyrir víg Orms tengdaföður hans. Skömmu síðara urðu harðar deilur um eignarhald á skóglendi milli Bjarnar og Lofts biskupssonar og í drykkjuveislu í Odda um veturinn fór allt í háaloft. Lauk deilunum með því að Loftur og Sæmundur Jónsson í Odda fóru að Birni og felldu hann í bardaga á Breiðabólstað 17. júní 1221.
Hallveig kona Björns varð skömmu eftir lát hans ríkasta kona á Íslandi. Hún gerði helmingafélag við Snorra Sturluson og bjó með honum til dauðadags. Synir hennar og Björns voru þeir Klængur (1216 - 26. desember 1241), fóstbróðir Sturlu Sighvatssonar, og Ormur (um 1219 - 28. apríl 1250), goðorðsmaður á Breiðabólstað. Þeir deildu við Snorra stjúpföður sinn um arf eftir móður sína og var Klængur með í aðförinni að Snorra haustið 1241. Órækja Snorrason drap hann í hefndarskyni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.