Arnarhóll
hóll í Miðborg Reykjavíkur From Wikipedia, the free encyclopedia
hóll í Miðborg Reykjavíkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Arnarhóll er hóll við austurenda Reykjavíkurhafnar í Reykjavík og einnig samnefndur hverfishluti í Miðborg Reykjavíkur. Hverfishlutinn telst vera svæðið austan Lækjargötu/Kalkofnsvegar, norðan Laugavegs en vestan Frakkastígs.
Arnarhóll er við austurenda Reykjavíkurhafnar og einnig samnefndur hverfishluti í Miðborg Reykjavíkur. Hverfishlutinn telst vera svæðið austan Lækjargötu/Kalkofnsvegar, norðan Laugavegs en vestan Frakkastígs. Norðan við hólinn er Seðlabanki Íslands. Austan hans við Sölvhólsgötu standa ýmis ráðuneyti og Þjóðmenningarhúsið.
Arnarhóll er vinsæll staður til að renna sér á sleða þegar snjór er. Hann er einnig nýttur til skemmtanahalds.
Fyrsti þjóðvegurinn til Reykjavíkur, Arnarhólstraðirnar, liggur sunnan í hólnum. Sú ályktun hefur verið dregin af þykkum mannvistarlögum, sem eru á stórum hluta hólsins, að fljótlega eftir að Ísland byggðist hafi myndast þar byggð.[1] Elsta byggðin mun vera frá því fyrir árið 1226 því hún er eldri en gjóska sem þá féll.[1]
Elsta varðveitta heimildin um hólinn er frá 16. öld en þar kemur fram að Arnarhólsjörðin var í eigu Hrafns Guðmundssonar bónda í Engey.[1] Þann 27. mars 1534 gaf Hrafn síðan Viðeyjarklaustri jörðina með gjafabréfi. Það bréf er svo:
Ekki er víst að Hrafn hafi búið á Arnarhóli en hann er seinasti bóndinn, sem á þá jörð. Nokkrum árum seinna kastaði konungur eign sinni á allar jarðir Viðeyjarklausturs og þá hafa verið rofnir þeir skilmálar, sem Hrafn setti fyrir gjöfinni.
Þegar kaupstaður var stofnaður í Reykjavík árið 1786 og uppmæling fór fram á kaupstaðarlóðinni 1787 þá kemur fram í skjali að Arnarhólinn skuli leggjast til kaupstaðarlóðarinnar en það fórst fyrir svo að Arnarhóll lenti fyrir utan kaupstaðarlóðarinnar. Arnarhóll hefur tilheyrt Reykjavík frá 1835 en þá var bæjarlandið stækkað.[1]
Efst á Arnarhóli stendur stytta Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns í Reykjavík. Hún er eftir Einar Jónsson myndhöggvara, sem reist var af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavik og afhjúpuð þann 24. febrúar 1924. Hugmyndir að byggingu styttunnar má rekja til miðrar átjándu aldar. Styttan er eitt merkasta kennileiti Reykjavíkur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.