Byggingarlist eða arkitektúr (úr grísku ἀρχιτέκτων arkitekton; „yfirsmiður“) felst í hönnun bygginga og ýmissa annarra mannvirkja. Smærri byggingar eru yfirleitt hannaðar alfarið af arkitektum, en stærri byggingar eru unnar í samvinnu arkitekta, sem einbeita sér að fagurfræði og almennu notagildi og byggingaverkfræðinga og byggingartæknifræðinga sem reikna burðarþol og sinna tæknilegum þáttum.
Byggingarlist felst í því að skipuleggja, hanna og smíða form, rými og landslag með hliðsjón af hugmyndum um notagildi, tækni, samfélag, umhverfi og fagurfræði. Í byggingarlist eru byggingarefni, tækni, ljós og skuggar meðhöndluð og skipað niður á skapandi hátt. Byggingarlist tekur líka til þátta sem varða byggingarframkvæmdina sjálfa, eins og áætlanagerðar, kostnaðarmats og stjórnunar framkvæmda. Arkitektar skila vinnu sinni í formi teikninga og líkana, grunnmynda, afstöðumynda og áætlana sem skilgreina formgerð og virkni mannvirkis.
Tenglar
- Arkitektúr og arkitektar; (inngangur) grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Byggingar áður en maðurinn kom til sögunnar; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Byggingar mannsins í fornöld; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Akritektúr í Litlu-Asíu til forna; 3. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Akritektúr Forn-Egypta; 4. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Arkitektúr Forn-Grikkja; 5.a. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Arkitektúr Forn-Grikkja; 5.b. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
- Hugmyndir Leons Kriers um byggingarlist; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1992
Byggingarlist á Íslandi
- Íslensk byggingararfleið; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1998
- Hvert stefnir húsagerðin; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979
- Saga steinsteyptra húsa á Íslandi; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1993
- Að byggja sér veldi; Hugleiðing um húsagerðarlist „nýfrjálsrar“ þjóðar; grein eftir Eggert Þór Bernharðsson Geymt 19 apríl 2009 í Wayback Machine
- Þetta slokknaði allt í stríðsgróðanum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1975
- Leitin að fegurstu húsum á Íslandi; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1997
- Með glöggu gests auga; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1996
- Umhverfi og mannvirki; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1998
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.