Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku eða Apartheid var stefna í Suður-Afríku (og þar sem nú er Namibía) sem fólst í því að þarlend stjórnvöld héldu svörtu fólki og hvítu aðskildu, hvortveggja pólitískt og í hinu daglega lífi. Það mætti halda því fram að aðskilnaðarstefnan hafi átt upptök sín í þeim friðarsamningaviðræðum sem gerðar voru eftir seinna Búastríðið. Það átti sér stað milli Breta sem vildu ná yfirráðum í Suður-Afríku og afkomenda hollenska landnema sem höfðu stigið á land syðst í Afríku í byrjun 19. aldar.
Hvítir höfðu öll völd (undir lokin tveir aðrir hópar líka), og Bantu fólk („svartir”; sem er í miklum meirihluta) engin, en það var reyndar meiri skipting en það, fjórskipt, hið minnsta, með t.d. indverja á eftir hvítum á undan svörtum, og þingið með þrískiptingu, þar sem indverjar fengu líka setu en ekki svartir.
Aðskilnaðarstefnan leið undir lok 17. júní 1991, og Suður-Afríka var síðasta landið þar sem svoleiðis lög voru þá numin úr gildi, þó tók stjórn ekki við fyrr en árið 1994 sem byggði á nýju kerfi. Kynþáttahyggja er enn við lýði í sumum löndum alla vega óformlega (t.d. þrælahald í sumum löndum sem hefur þó alls staðar verið gert ólöglegt).
Aðskilnaðarstefnar sjálf var tvískipt í e. petty apartheid, þ.e. aðskilnað á milli almenningssvæða og viðburða og e. grand apartheid, sem snéri að alskilnaðnaði í búsetu og varðandi störf eftir litarhætti.
Fyrstu lögin voru sett 1949, sem bönnuðu hjónabönd (e. Prohibition of Mixed Marriages Act, 1949) milli hópa og bann á kynlíf, óháð hjónabandi, fylgdi fast á eftir með lögum 1950, þ.eþ var dæmt ósiðlegt (e. Immorality Amendment Act).
Milli 1960 og 1983, voru um 3.5 milljónir svartra fluttir af heimilum sínum, yfir á sér svæði út af lögum, sem er ein mesta tilfærsla á fólki í (nýlegri) mannkynssögu.
Tugir þúsunda létu lífið vegna stefnunnar, og var t.d. Nelson Mandela settur í fangelsi i 27 ár, en andófið hafði árangur og varð hann fyrsti (svarti) forseti (e. President) Suður Afríku, þ.e. 1994. Fyrir 1994, var titillinn e. State President (afríkanska: Staatspresident), en ekki forseto, en þannig fordetar höfðu aðeins verið hvítir fyrir 1994 (einnig forsætisráðherrar), og F. W. de Klerk var síðasti þannig, hvítur eins og allir á undan (hann og Nelson Mandela fengu friaðveðlaun Nóbels árið 1993 fyrir að enda aðskilnaðarstefnuna).
Georg 6. var fyrsti bretlandskonungur til að heimsækja Suður-Afríku árið 1947, á tímanum þegar hún var nýlenda breta og hluti af breska heimsveldinu (frá 1910 to 1961), 1947. Elísabet 2. var Drottning Suður-Afríku frá 1953 til 1961.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.