Kristna tímatalið er notað í júlíanska og gregoríska tímatalinu til að telja ár. Talið er frá því ári sem Jesú Kristur á að hafa fæðst, árin eru merkt fyrir Krist (f.Kr.) og eftir Krist (e.Kr.).
Tímatalið byrjar á 1 e.Kr., árið þar á undan er 1 f.Kr. Árið núll(en) er ekki til í þessu tímatali.
Kristna tímatalið er eina tímatalið í almennri notkun á Vesturlöndum og er algengasta tímatalið sem notað er í alþjóðaviðskiptum og vísindum.
Á latínu
Á latínu er rætt um árin eftir Krist sem anno Domini („á því herrans ári“, skammstafað AD), sem kemur frá upphaflegu setningunni anno Domini Nostri Iesu Christi („á ári herra vors Jesú Krists“).[a] Árin fyrir Krist eru merkt sem a.C.n. (ante Christum Natum, sem þýðir „fyrir fæðingu Krists“).
Upphaf
Það var munkurinn Dionysius Exiguus frá Litlu Skýþíu (þar sem nú er Rúmenía) sem fann upp þetta kerfi árið 525 til að auðvelda páskaútreikninga, en tímatalið náði þó ekki útbreiðslu fyrr en eftir árið 800.
Nákvæmni kerfisins
Flestallir fræðimenn eru sammála um að Dionysius hafi ekki haft á réttu að standa í útreikningum sínum á fæðingarári Jesú, og að Jesú muni í raun réttri hafa fæðst á tímabilinu milli 8 f.Kr. og 4 f.Kr. Jesús hlýtur að hafa fæðst í síðasta lagi fyrir dauða Heródesar mikla en hann lést árið 4 f.Kr. Um þetta er ekki mikið deilt, enda krefst kristin guðfræði þess ekki að fæðingarár Jesú hafi verið árið 1.
Neðanmálsgreinar
- Í latínu standa orðin anno domini í tímasviptifalli (ablativus temporis) sem er notað til að gefa til kynna á hvaða tíma eitthvað gerist. Það sem gerist anno domini 1998 gerist á ári herrans 1998, þ.e. á 1998da ári herrans. Samkvæmt kerfinu er því ártalið raðtala rétt eins og dagar mánaðarins.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.