Andrej Dmítríjevítsj Sakharov (rússneska: Андре́й Дми́триевич Са́харов; 21. maí 192114. desember 1989) var sovéskur kjarneðlisfræðingur, aðgerðasinni og mannréttindafrömuður. Hann tók þátt í þróun fyrstu sovésku kjarnorkusprengjunnar og er þekktur sem höfundur þriðju hugmyndar Sakharovs. Á 6. áratugnum stakk hann upp á tæki fyrir stýrðan kjarnasamruna, Tokamak, sem síðar var smíðaður af hópi vísindamanna undir stjórn Lev Artsímovítsj. Eftir 1965 hóf hann rannsóknir á sviði öreindafræði og heimsfræði.

Andrei Sakarov árið 1989

Í upphafi 7. áratugarins hóf hann baráttu sína gegn útbreiðslu kjarnavopna og fyrir auknum mannréttindum í Sovétríkjunum. Afleiðingin var sú að hann lenti undir smásjá yfirvalda og eftir að hann var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels 1973 stimpluðu fjölmiðlar í Sovétríkjunum hann svikara ásamt Aleksandr Solzhenítsyn. Honum voru veitt friðarverðlaunin árið 1975 en fékk ekki að taka við þeim. Þann 22. janúar 1980 var hann handtekinn í kjölfar mótmæla gegn innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Hann var sendur í útlegð til borgarinnar Nízhníj Novgorod þar sem lögreglan fylgdist grannt með honum. Tvisvar, 1984 og 1985, fór hann í hungurverkfall til að knýja á um að eiginkona hans, Jelena Bonner, fengi að fara til hjartaskurðlæknis í Bandaríkjunum en í bæði skiptin var hann fluttur á spítala og matur neyddur ofan í hann.

Árið 1985 stofnaði Evrópuþingið Sakharov-verðlaunin fyrir skoðanafrelsi og árið eftir lauk útlegð hans þegar Míkhaíl Gorbatsjov bauð honum að snúa aftur til Moskvu. Þar átti hann þátt í stofnun stjórnmálasamtaka sem voru virk í stjórnarandstöðu síðustu ár Sovétríkjanna.

  Þetta æviágrip sem tengist Rússlandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.