Andrés drengur
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Andrés drengur var munkur í Þykkvabæjarklaustri og síðan ábóti í Viðeyjarklaustri frá 1305 til 1325 en þá var hann sviptur ábótadæmi fyrir einhverjar sakir.
Ætt Andrésar er ekki þekkt en sumir hafa þó talið hann Ormsson og hefur þess verið getið til að hann hafi annaðhvort verið sonur Orms Klængssonar bónda í Tungu og Haukadal, Teitssonar Þorvaldssonar og því af ætt Gissurar jarls, eða Orms Þorlákssonar kanúka, bróður Staða-Árna. Allt er það þó óvíst. Andrés var kanúki í Þykkvabæjarklaustri en árið 1305 vígði Árni Helgason biskup hann ábóta í Viðeyjarklaustri í stað Runólfs ábóta, sem þá var látinn fyrir nokkrum árum.
Lítið er vitað um ábótaferil Andrésar en þó er til máldagi klaustursins frá 1313 og kemur þar fram að klaustrið átti þá fjórtán jarðir. Andrés var settur af sem ábóti 1325 og Helgi Sigurðsson tók við. Ekki er vitað af hverju Andrés var látinn hætta.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.